Váááá hollur hamborgari!


Við elskum HOLLAN GÓÐAN mat! Og eins og flestum finnst okkur gott að fá okkur hamborgara öðru hvoru. En því miður er þessi týpíski hamborgari stútfullur af hitaeiningum. Og óhollustu. 
 
 
En hvað er það sem gerir hamborgara svona óhollan?
 
 
Fita og óholl kolvetni = hellingur af hitaeiningum!
 
 
Það er hvíta brauðið og hin alræmda hamborgarasósa sem er ekkert annað en fita.
  
En hér kemur einn í hollari kantinum. Okkur þykir hann ótrúlega girnilegur! Það eina sem þú þarft að gera er að sleppa brauðinu og hamborgarasósunni. Setur salatið utan um hamborgarann, tómata og lauk undir borgarann og notar tómatsósu og smá sinnep!
 
Þú getur gert hann heima hjá þér eða beðið um hann á hamborgarastað, líklega verður horft á þig tvisvar en hvað um það, það ert þú sem borgar fyrir matinn og þú sem ætlar að borða hann.
  
Ég ætla að fá ostborgara mínus brauð, mikið af káli, tómötum og lauk og skipta út hamborgarasósunni fyrir tómatsósu og smá sinnep.
 
Verði þér að góðu. Ps....og sleppa frönskunum!
 
Girnilegur!