Aðferðir til að lengja og styrkja augnhárin með náttúrulegum hætti


Augnhár eru ekki aðeins þarna í þeim tilgangi að flikka upp á útlit okkar. Þau varna því að allskyns drasl og dót berist til augnanna.
 
Það segir sig sjálft, að það er betra að hafa augnhárin þéttari en ekki. Lengdin skiptir kannski ekki öllu, nema í fegrunartilliti.
 
Hér á eftir fara nokkur heimatilbúin ráð, hvernig þú getur nært þau, lengt og þétt með náttúrulegum aðferðum.
 
 
 
 
Gamla góða Vaseline-ið inniheldur petroleum gel, sem þykir virkilega gott fyrir augnhárin, veitir vörn styrkir og þéttir.
 
Fínt að nota gamlan bursta úr maskara sem þú ert hætt að nota. Ráðlagt er að bera á sig 3svar í viku áður en farið er að sofa á hrein augnhár.
 
Skolið vel af að morgni.
 
 
 
 
 
 
Grænt te veitir vörn og næringu og er fullyrt að þau lengi augnhárin samhliða. 
 
"Epigallocatechin-3-gallate" er eitt virku efnanna í grænu te og er ráðlagt að bera á augnhárin kalt grænt te (sem áður hefur verið soðið) á augnhárin með bómullarhnoðra fyrir svefninn.
 
 
 
 
Olivíuolía og sítróna eru afbragð fyrir augnhárin.
 
Styrkja og veita vörn og ekki síst soga þau í sig óhreinindi úr umhverfinu.
 
Berðu olivuolíu á augnhárin fyrir svefninn og skolaðu vel af daginn eftir.
 
Eða útbúðu þína eigin öflugu sótthreinsandi næringu:
 
Láttu börk af sítrónu standa í lokaðri krukku með olíu í, í  nokkra daga. Virkar svipað og fyrra, nema sítrónubörkurinn er þeim eiginleikum gæddur að hafa sótthreinsandi áhrif. 
 
Gott þykir að greiða augnhárin minnst 2svar á dag, sækist þú eftir lengri augnhárum.
 
Blikkblikk!
 

heimild: www.postiverned.com