Hann er það graður að besti vinur hans er farinn að „kveikja“ í honum...


Við konur kjósum stundum að lesa milli línanna hjá karlmönnunum. Eða öllu heldur túlka staðreyndir svo fjarri sannleikanum sem frekast getur verið. 
 
Hvað eru þeir raunverulega að MEINA út frá því sem þeir SEGJA?
 
Allt í gamni samt. Finnst ykkur ekki gaman að hafa gaman? Engin stjarnfræðileg vísindi hér að baki... 
Þegar hann spyr: Höfum við hist áður?
Meinar hann: Flottur rass.
 
 
Þegar hann fullyrðir að hann sé mjög rómantískur í byrjun sambands.
Eru nokkuð góðar líkur á: Að hann eigi ekki bót fyrir boruna á sér.
 
 
Ef hann segist þarfnast þín.
Meinar hann raunverulega: Að hann sé orðinn þreyttur í hendinni.
 
 
Ég er ekki eins og aðrir strákar...
Þessi fullyrðing gæti þýtt: að hann sé umskorinn eða að hann sé hreinlega sturlaður á geði...
 
 
Hann hallar sér upp að þér og hvíslar að hann sé loksins tilbúinn í samband..
Ástæðan:... gæti hugsanlega verið sú að hann sé orðin leiður á mömmu sinni og tímabært sé að flytja að heiman...
 
 
Þú ert eina konan sem ég mun nokkru sinni elska...
Er: bein skírskotun í það að þú sért eina konan sem vilt hann.
 
 
Þetta er bara appelsínusafi...fáðu þér!
Þá meinar hann: 3 skot til viðbótar og hún mun vefja leggjunum utan um hálsinn á mér...
 
 
Ég sakna þín svo mikið!
Þýðir: Hann er það graður að besti vinur hans er farinn að „kveikja“ í honum...
 
 
Þegar hann spyr: Hvernig get ég keppt við alla þína fyrrverandi?
Er hann í reynd að falast eftir því: Hvort hann sé með lítið typpi...
 
 
Æðislegur tími sem við áttum saman í gærkvöldi..
Þýðir einfaldlega: Hver í andskotanum ert þú eiginlega og hvað gerðist!?
 
 
Elskar þú mig virkilega?
Þýðir: Ég hef sofið  hjá öllum vinkonum þínum.
 
 
Þegar hann segist ætla að hringja.
Er hann að segja: Ég mun frekar rífa af mér geirvörturnar en hitta þig aftur.
 
 
Ég hef verið að hugsa mikið undanfarið...
Hann er að segja: Þú ert ekki eins aðlaðandi og mér fannst þú vera ég þegar ég var fullur...
 
 
Ég held við ættum bara að vera vinir.
Þýðir: Hann er að segja þér að honum finnist þú vera ljót.
 
 
Og þar hafiði það...
 
Fylgstu með öllu því nýjasta á Facebook!