Kartafla fyrir góða heilsu og fallegt útlit


Hún hefur jákvæð áhrif á öldrun stelpur og strákar...skolum andlitið með kartöflusafa, hvernig sem við nú framleiðum hann. Aukaatriði, hljótum að finna útúr því.
 
Kartafla getur gert kraftaverk við höfuðverk, bruna, bólgum og er jafnframt sögð góð við svefnleysi og tannpínu.
 
Bólgin og þreytt augu?
 
Sneiðar úr kartöflu gera kraftaverk - og virkar!
 
Bruni á húð?
 
Taktu hráa skorna kartöflu og búðu til mauk með því að bæta við vatni. Notaðu á minni háttar bruna til að draga úr sviða.
 
Höfuðverkur að plaga þig?
 
Hálf kartafla sem nuddað er á gagnaugun á að hjálpa hér til. Þess virði að prófa ef lyfjaskápurinn er tómur.
 
Erfitt með svefn?
 
Kartafla hindrar sýrur í maga sem gætu truflað svefninn hjá þér. Fáðu þér soðna maukaða kartöflu með mjólk áður en þú ferð að sofa. 
 
Vörtuvandamál?
 
Nuddaðu kartöflu á vörtuna daglega og hún mun hverfa. Kartaflan inniheldur pótassíum og C vítamín sem hraðar ferlinu. Alla daga þar til vartan hverfur.
 
Kaldur eða heitur bakstur? 
 
Þær halda vel hita og kulda þessi krýli, svo að gott er að nota þær í bakstra. Hitaðu hana upp, vefðu klút um hana/þær og notaðu sem heitan bakstur. Eða settu hana í frysti smá stund og gerðu það sama fyrir kaldan bakstur. 
 
Þreytt húð?
 
Smá kartöflustappa og sítrónusafi ásamt teskeið af mjólk. Berðu á andlitið þitt og láttu standa í 20 mínútur áður en þú skolar af með volgu vatni.
 
Tannpína?
 
Flysjuð kartafla mun virka á tannpínu, seljum það ekki dýrara en við stálum því. Urðum bara að láta þetta fylgja með. Hver veit?