Býr lækningarmáttur í hlátri?


Fyrir mörgum árum greindist Norman Cousins með ólæknandi sjúkdóm. Honum vorum gefnir 6 mánuðir. Líkurnar á að hann myndi sigrast á sjúkdómnum voru sagðir vera 1 á móti 500.
 
Hann sá fyrir sér að áhyggjur, þunglyndi og reiði myndi ekki gagnast honum í stöðunni og mögulega væru það þessir neikvæðu þættir í lífi hans, sem hjálpaðu til við að hann veiktist.
Hann hugsaði sem svo;
 
-ef sjúkdómar koma út frá neikvæðni, er þá hægt að fá auka orku og góða heilsu með jákvæðni?
 
Hann ákvað að gera tilraun á sjálfum sér.
 
Hlátur var eitt það allra jákvæðasta sem honum datt í hug. Hann leigði fullt af gömlum bíómyndum. – Keaton, Chaplin, Fields, the Marx Brothers.
 
Hann las einnig fullt af skemmtilegum og fyndnum sögum.
 
Hann bað vini sína um að hringja í sig reglulega í þeim tilgangi að segja sér eitthvað fyndið.
 
Hann var það kvalinn af verkjum að hann átti erfitt með að sofa.
 
Þegar hann hafði hlegið stanslaust í 10 mínútur fann hann hvernig verkirnir hjöðnuðu smátt og smátt uns þeir hurfu í nokkra klukkustundir. Þannig náði hann að hvílast.
 
Til að gera langa sögu stutta þá náði hann sér að fullu. Hann lifði í 20 hamingjusöm ár og þakkar hann ást fjölskyldu sinnar, vina og hlátrinum fyrir bata sinn.
 
 
Þeir sem búa við gríðarlega fátækt finna sér tilefni til að hlæja, hvaða afsökun hefur þú til að hlæja ekki?
 
Sumir álíta hlátur vera einskonar lúxus, jafnvel sóun á tíma. Eða eitthvað sem ætti að fara sparlega með.
 
Ekkert er eins fjarri sannleikanum. Hlátur er nauðsynlegur hluti af lífinu til að halda jafnvægi og jafnframt sagður nauðsynlegur heilsu okkar.
 
Ef þér líður illa, átt við heilsubrest að stríða, þá mun hláturinn hjálpa þér við að líða betur.
 
Vísindalegar rannsóknir hafa jafnframt sýnt fram á að í hlátrinum búi lækningarmáttur. Þannig að ef þér líkar að hlæja, hugsaðu um hláturinn einsog hann sé vítamín fyrir kropp og sál og hlæðu oft og af öllu hjarta!
 
Notaðu allt sem þér dettur í hug – bíómyndir, bækur, brandara, vini.
 
Gefðu sjálfri/sjálfum þér þá gjöf að hlæja, oft, hátt og jafnvel missa þig úr hlátri. Fólkið í kringum gæti álitið þig galinn –en það breytir engu! Vittu til, brátt munu allir hlæja með þér.
 
Það má vel vera að sumir sjúkdómar séu smitandi, en ekkert hefur eins smitandi áhrif og einlægur og innilegur ....hlátur.
 
 
Heimild; By Peter McWilliams
From “Chicken Soup for the Surviving Soul”
 
 
Þessi er æði: