Klámkóngurinn Hugh Hefner


Hann elskar þær allar, konurnar. Bara misjafnlega mikið. Hann heitir fullu nafni; Hugh Marston Hefner og fæddist árið 1926, nánar 9. apríl í Chicago í Bandaríkjunum.
 
Hugh er ekki hávaxinn karlmaður, en hann er um 175 cm. á hæð og hefur hann gengist undir gælunöfnum á borð við Hef og Puffin, en puffin þýðir einfaldlega lundi. Hann reykir píku og er kunnur fyrir val á rauðum náttslopp sem hann alla jafna gengur í dagsdaglega.
Hugh er afar hrifinn af kexi, en hann á eina slíka skúffu í eldhúsinu sínu, sem er fullmannað 24/7. 
 
Foreldrar hans voru bæði kennarar og á Hugh einn yngri bróðir.
Fljótlega eftir grunnskólapróf fékk Hugh vinnu við að skrifa greinar í bæjarblað og var sérsvið hans að fjalla um málefni bandaríska hersins, eða í um tvö ár.
 
Ungur athafnamaður með pípuna góðu
 
Hugh lauk háskólanámi í sálfræði með skapandi skrif og listir sem valgreinar. Hann kláraði námið á innan við þremur árum. Hugh tók einnig önn í bandarískum lögum sem fjölluðu um kynlíf. Gaman er að segja frá því að greindarvísitala hans er 152, en á skólagöngu sinni allri, þótti hann ekkert sérlega áhugasamur nemandi.
 
 
Með fyrsta tölublaðið sitt
 
Næstu þrjú árin vann Hugh sem blaðamaður á Esquire en hætti þegar honum var synjað um smávægilega launahækkun. Hugh hóf ungur að árum að safna fyrir stofnkostnaðinum við að setja á fót sitt eigið tímarit. Hann brá á hin ýmsu ráð og leigði meðal annars út húsgögnin sín. Móðir hans lagði fram 1.000 dollara í verkefnið enda hafði hún alla tíð mikla trú á syni sínum.
 
Hugh ásamt móðir sinni, en hún er sögð hafa haft óbilandi trú á hugsjón sonar síns
 
Upphaflega átti tímarítið Playboy að heita; Stag Party. En fyrsta tölublaðið leit dagsins ljós í desember árið 1953, en þar skartaði hin eina sanna Marilyn Monroe forsíðuna. Að vísu tveggja ára gamlar myndir. Hugh hitti aldrei Marilyn en sögur segja að hann sé búin að tryggja sér grafreit við hliðina á drottningunni. Hugh tók sjálfur viðtölin við hverja einustu stúlku sem valin var Stúlka Mánaðarins í yfir 50 ár.
 
Fyrsta tölublaðið af Playboy
 
Árið 1949 giftist Hugh Mildred Williams og saman eignuðust þau tvö börn; Christie fædd árið 1952 og David sem fæddist árið 1955.
 
Midred og Hugh nýgift
 
Sagan segir að Mildred hafi haldið framhjá Hugh þegar hann gegndi herþjónustu sinni og hafði frúin vegna eigin samviskubits leyft Hugh að sofa hjá öðrum konum á meðan að á hjónabandi þeirra stóð. Vonaðist hún að með þeim hætti gætu þau bjargað hjónabandinu. Það gekk hinsvegar ekki eftir og skildu þau tíu árum síðar.
 
Loftmynd af setrinu
 
Eftir skilnaðinn breytti Hugh algjörlega um lífsstíl. Varð þekktur lífsnautnamaður sem hafði unun af að skemmta sér, umvafinn fögrum konum. Hann viðurkenndi að hafa sofið hjá minnst tólf af „Leikfélögum ársins“ á ársgrundvelli. Og að minnsta kosti tólf dömur sem sátu fyrir hjá honum stefndu honum og kröfðust framfærslu. Hugh viðurkenndi einnig að hafa daðrað við tvíkynhneigð og prófað sig áfram við hinar ýmsu athafnir í kynlífi.
 
Allir í stuði...
 
Heilsuleysið bankaði upp á hjá Hugh þegar hann var 59 ára gamall. En hann fékk minniháttar hjartaáfall og eftir það endurmat hann lífsstíl sinn. Hann dró úr næturlöngum og villtum partíum og þremur árum síðar eftirlét hann dóttir sinni að stýra Playboy veldinu.
 
Hugh með dóttur sinni Christie
 
Hugh giftist Kimberly Conrad leikfélaga ársins árið 1988 og eignuðust þau saman Glenn og Cooper árið 1990 og 1991. Stuttu seinna breytti hann setrinu í fjölskylduvænni samverustað og eftir að þau hjón skildu, flutti Kimberly í húsið sem stendur við hliðina á Playboy setrinu.
 
Kimberly og Hugh
 
Stuttu eftir skilnaðinn hóf Hugh að „sanka“ að sér ungum konum á setrið og átti hann í sambandi við um það bil sjö stúlkur á sama tíma. Frægastar eru án efa þær; Holly Madison, Bridget Marquardt og Kendra Wilkinson en þær fluttu allar út af setrinu í október 2008.
 
.
Kendra, Holly og Brigdet
 
Hugh var ekki lengi á jafna sig eftir brottför þremenninganna og eru kærusturnar hans í dag þær Crystal Harris og rúmlega tvítugu tvíburasysturnar Karissa og Kristina Shannon.
 
Karissa, Kristina, Hugh og Crystal
 
 
Árið 1963 var Hugh handtekinn fyrir að selja klámfengið efni eftir að Playboy birti nektarmyndir af Jayne Masfield. Hugh hlaut ekki dóm fyrir.
 
Árið 1975 fannst svo ritari Hughs, Bobbie Arnstein, látinn á hótelherbergi eftir að hafa tekið inn of stóran skammt eiturlyfja. Var það skilgreint sem sjálfsvíg og af hálfu Hugh, vildi hann meina að þrýstingur yfirvalda vegna þeirrar „speki“ sem Playboy setti fram sem og stuðningi Hughs við frjálslyndari fíkniefnalög, hefðu orðið til þess að þrýsta Bobbie til sjálfsvígs. 
 
.
Bobbie Arnstein
 
Hugh er demókrati og hefur stutt fjárhagslega við flokkinn opinberlega. Hann styður einnig réttindi samkynhneigðra og hefur verið ötull við að styðja hin ýmsu góðgerðarstörf í gegnum árin.
 
Yfirskrift Playboy tímaritins var og er enn þann daginn í dag; "Góðar stelpur hafa líka gaman af kynlifi" (E. Nice Girls Like Sex, Too).
 
Hugh heldur því fram að trúarbrögð hafi ekki mest með siðmenningu nútímans að gera, heldur kynlíf.
 
heida@spegill.is