Sítrónumaski fyrir feita húð


Dekrum við okkur í grænu og gulu. Hérna birtum við hrikalega góðan maska, sem jafnframt er heilsusamlegur, og svo girnilegur að þig langar sem helst til að borð'ann!
 
Skvettu þessu í trýnið á þér ....og éttu rest!
 
Þessi maski er sérstaklega  góður og áhrifaríkur fyrir feita húð.
  
Við þurfum:
 
1/2 gúrku, skrælaða
1 eggjahvítu
1/2 teskeið sítrónusafa
1/2 teskeið myntulauf
1 dropa af sítrónuilmolíu
  
Settu allt í blandarann, nema ilminn, þar til orðið mjúkt, slétt og fellt. Settu ilmolíuna saman við, ef þú kýst og blandaðu vel saman við.  
 
Tilbúið!
 
Settu gott lag af maskanum á hreint andlit og háls og nuddaðu eilítið inn í húðina með mjúkum hringlaga hreyfingum.
 
Kveiktu á þinni uppáhaldstónlist. Njóttu þess að slaka á í tuttugu mínútur.
 
Hreinsaðu maskann af með volgu vatni og hreinum klút.
 
Settu á andlit og háls gott rakakrem.
 
Kíktu í spegil og sjáðu hversu falleg/ur þú ert...í framhaldi bankaðu upp á hjá okkur á www.spegill.is ...og deildu með okkur einni góðri uppskrift fyrir aðra til að njóta, ef þú þorir. 
 
heida@spegill.is