Góð ráð til að láta sokkabuxurnar endast lengur


Ég þori að fullyrða að sokkabuxur hafa sjaldan verið eins vinsælar og nú. Gaman að sjá úrvalið og litadýrðina. Lítið mál á poppa upp fataskápinn með litríkum og glaðlegum sokkabuxum. Úr nægu er að velja.  Eini gallinn er að þær endast ekkert sérlega lengi. En það eru til ráð við því. 
 
Við þekkjum allar hvernig við getum stoppað lykkjufall með því að mála yfir gatið með glæru lakki eða úða yfir "sárið" með hárlakki. 
 
En vissuð þið að það er líka hægt að nudda lykkufallið með blautri sápu? Snilld!
Ég rakst á eitt fáranlegt ráð og sannreyndi það. Það virkar!
 
Þegar nælonsokkabuxurnar eru alveg nýjar er rosalega gott að frysta þær og ég er ekki að grínast. Þær endast mun lengur. 
 
Þú einfaldlega vætir þær, vindur vel og setur í plastpoka og því næst inn í fyrstinn. Þegar þær eru loks frostnar í gegn, eru þær látnar þiðna í volgu vatni og því næst hengdar upp til þerris!
 
Þetta hljómar frekar absurd, en buxurnar duga lengur. Án gríns.