Áður en þú kvartar yfir matnum, hugsaðu til þeirra sem eiga ekki mat!


Orðin hér að neðan falla aldrei úr gildi. Jákvæð áminning inn í daginn og vonandi inn í næstu daga, um ókomna tíð. 
 
Áður en þú kvartar....
 
Áður en þú kvartar yfir matnum, hugsaðu til þeirra sem eiga ekki mat
 
Áður en þú kvartar yfir makanum, hugsaðu til þeirra sem þrá ekkert heitar en að eiga maka og félaga.
 
Áður en þú kvartar yfir lífi þínu, hugsaðu til einhvers á himnum sem fór of fljótt.
 
Áður en þú kvartar yfir börnunum þínum, hugsaði til þeirra sem eiga engin börn en þrá ekkert heitar.
 
Áður en þú kvartar yfir umgengni fjölskyldunnar heima fyrir, hugsaðu til þeirra sem búa á götunni.
 
Áður en þú kvartar yfir hversu langt þú þarft að keyra á milli staða, hugsaðu til þeirra sem þurfa að ferðast langar vegalengdir, fótgangandi.
 
Áður en þú kvartar yfir vinnunni, hugsaðu til þeirra sem hafa enga vinnu vegna fötlunar eða vegna atvinnumissis.
 
Áður en þú lætur óvinsamleg orð falla um aðra. Hugsaðu til þeirra sem geta ekki talað.
 
Áður en þú hugsar um að benda fingur á einhvern, eða fordæma annan mann, mundu að það er ekki einn okkar sem ekki hefur syndgað.
 
...og ef niðurdrepandi hugsanir sækja á þig, brostu og þakkaðu Guði fyrir að:
 
Þú ert á lífi!
 
 
 
þýtt og stílfært