Pepperoni Pizza Monkey Bread - Má bjóða þér apapizzutrít?


Ég elska allt sem er gott og fallegt og stór plús þykir mér ef ég þarf ekki að hafa of mikið fyrir hlutunum. Hér er réttur - glettilega góður og skemmtilegur á borði.
 
Þessa snilld elska allir! Kostar kúk og næstum ekki neitt í framleiðslu -og er tilvalinn í t.d. saumaklúbbinn, kjaftaklúbbinn, með bíómyndinni, í barnaafmæli jafnvel! Rétt upp hönd sem elskar pepperoni, hvítlauk - pizzu! Ég ætla að kenna þér auðveldustu leiðina - til að útbúa þessa snilld. 
 
Svona förum við að:
 
Þú skellir þér í t.d. IKEA - verslar pizzadeig (himneskt og ódýrt) - hvítlauksolíu - pepperoni  - ost (mozarella - eða ost að eigin vali) og pizzasósu (mjög góð í IKEA)
 
Að sjálsögðu ef þú vilt þá getur þú búið til deigið, sósuna og olíuna - en í dag ætlum við ekki að flækja hlutina. Við kaupum þetta allt saman tilbúið.
 
 
 
 
 
Þig vantar líka bökunarmót helst sem gerir ráð fyrir "gati" í miðjunni, því það er ferlega smart að smella sósunni í apabrauðið fyrir miðju - sammála?
 
 
Þú útbýrð ca 48 litlar kúlur sem þú fletur út eins og sést á mynd hér að neðan - áður ertu búin að skera ostin í litla "kubba" - setur eina sneiða af pepperoni - einn ostakubb ofan á og lokar vel - útbýrð einskonar kúlu...
 
 
 
 
...því næst veltir þú hverri kúlu fyrir sig upp úr hvítlausolíu -eða penslar hverja kúlu fyrir sig, en þú verður að passa að þekja kúlurnar alveg áður en þú setur þær í mótið, þannig að þær losni auðveldlega frá hvor annarri þegar rétturinn er tilbúinn.
 
Raðar þeim einsog sést á myndinni hér að neðan. Ofan á hvor aðra - Ertu búin að kveikja á ofninum? Stilltu hann á 180 gráður í einum grænum hvelli.
 
 
 
Þú bakar apapizzubrauðið  í ca. 35 mínútur eða þar til orðið gyllt að lit. Smellir á disk - fínt að láta kólna í 5-10 mín áður en þú berð á borð.
 
Einsog ég minntist á að ofan er smart að setja sósuna ofan í gatið. Eða til hliðar - þitt er valið.
 
Hver kúla ætti að losna auðveldlega einsog áður hefur komið framm - þökk sé hvítlausolíunni. 
 
 
 
 
Góða skemmtun og ekki síst...
 
 
 
 
NJÓTIÐ - ELSKIÐ - LIFIÐ!