Má bjóða þér sveppostahamingjusprengju? Þú svífur um á bleiku skýi...


Við, þessi sem viljum meina að allt sé gott í hófi, að lífið sé of stutt fyrir leiðindi – þá er hér uppskrift að sannkallaðri sveppahamingjuostakrúttsprengju, í tilefni dagsins.
 
Hugsið ykkur möguleikana sem þessi snilld býður upp á. Eins og t.d. pizzu-fílingur....?
 
Förum í það fljótlega, klárlega.
 
Sveppirnir:
 
250 grömm sveppir – skornir í sneiðar
1 msk. smjör
1 msk niðurskorið ferskt timjan
 
 
Róum okkur á flottheitunum...
 
 
Brauðið:
 
1 Brauðhleifur – þitt uppáhalds 
350 grömm Provolone ostur í þunnum sneiðum – eða ostur að eigin vali
1/2 bolli bráðið smjör
1/2 bolli vorlaukur  -fínt skorin
2 tsk. Poppy fræ
 
 
Ég er ekkert að grínast með hvað þetta er girnilegt....
 
Byrjið á að steikja sveppina upp úr smjörinu á miðlungshita á pönnu í ca. 5 mínútur. Bætið timjan við og eldið í 2-3 mínútur til viðbótar. Setjið til hliðar og látið kólna.
 
Hitið ofninn í 350 gráður (180). Skerið brauðið þvers og kruss einsog sýnt er á myndunum (leiðbeiningar neðst) . Passa bara að fara ekki alveg að botninum og best er að hafa brauðið á bökunarpappír.
 
Settu ostasneiðar inná milla skurða. Helltu því næst sveppunum og smjörinu á milli. Fínt að nota fingurna til að þrýsta þeim niður í brauðið.
 
Blandaðu saman ½ bolla af bráðið smjör við ½ bolla fínt skorin vorlauk ásamt poppy fræjunum og settu yfir brauðið. Pakkaðu þessu inn í álpappír og inn í ofn og láttu bakast í 15 mínútur.
 
Taktu álpappírinn utan af og bakaðu í 10 mínútur til viðbótar, eða þar til osturinn er alveg bráðinn.
 
Uppskrift fengin að láni frá Stelpunni sem étur allt og getur allt!
 
...og hérna er þetta svo sýnt -skref fyrir skref. Verði ykkur að góðu.