TOPP 10 dýrustu skartgripir í heimi


Kíkið á fegurðina! Skart - skart og bling bling!
 
 
 
 
 
 
 
Í tíunda sæti:
 
 
 
Hún er kölluð Chopard súper demants- og Smaragðs hálsfestin. Hún er eflaust sú langfallegasta í heimi og berir þú þetta men þá ertu umsvifalaust kölluð "lady in green" vegna stærðar grænu Kólumbísku smaragðana sem eru aðeins 191 karöt, takk fyrir. Einnig eru 16 karöt af demöntum á meninu.
Það er verðlagt á litlar 3 milljónir dollara.
 
Í níunda sæti:
 
 
De Beers er eitt frægasta nafn í heimi demantanna. Hálsmen kennt við Marie Antoinette er eitt sinnar tegundar og eflaust það frægasta sem De Beers hafa hannað.
Það er 181 karöt af Demöntum.
Það er verðlagt á 3.7 milljónir dollara.
 
Í áttunda sæti:
 
 
Hérna er að finna hið fræga Neil Lane's Demants hálsmen. Það líkist mikið þeim hálsmenum sem konungar báru á brúðkaupsdaginn sinn eða við sérstök tækifæri fyrir nokkrum hundruðum ára. Það er 140 karöt af demöntum og er metið á 4 milljónir dollara.
 
Í sjöunda sæti:
 
 
Hann er kallaður Blái demanturinn frá Sotheby's og er einstakur hringur. Demanturinn fannst í Cullinan námunni í Suður Afríku og er hann 6.03 karöt og einstaklega blár. Hann glitrar meira en venjulegir demantar gera. Síðast þegar hann var seldur fór hann á 7.98 milljón dollara.
Enginn venjulegur trúlofunarhringur þessi.
 
Í sjötta sæti:
 
 
Magnaðir eyrnalokkar frá Harry Winston. Þeir eru kallaðir Demanta droparnir sem útskýrir sig sjálft þegar horft er á lögun steinanna. Þetta eru dýrustu eyrnalokkar sem hafa verið gerðir í heiminum og hafa þeir nokkrum sinnum sést á rauða dreglinum þegar Óskarsverðlaunin eru afhent. Lokkarnir tveir saman standa af 4 perulaga demöntum sem eru um 60 karöt. Það hefur ekki verið gefið upp nákvæmlega hvað þeir kosta en sagt er að þeir séu metnir á um 8,5 milljónir dollara.
 
Í fimmta sæti:
 
 
The Heart of the Kingdom Ruby, það þarf varla að segja meira til um þennan grip. Algjör klassi. Hjartalaga Rúbín frá Búrma sem er 40,6 karöt. Hann er steyptur ofan á 155 karata demants hálsmen. Rúbín hefur sitt eigið verðgildi og eru oft verðmætari en demantar. Hálsmenið var búið til af Garrard & Co sem eru einn af elstu skartgripahönnuðum í heimi.
Það er verðlagt á 14 milljónir dollara.
 
Í fjórða sæti:
 
 
Hérna er annar gripur frá Chopard. The Blue Diamond Ring. Hann er annar dýrasti hringur í heimi. Hann er fallega blár og ávalur í laginu og sitt hvoru megin á hvítagulls baugnum eru litlir hvítir demantar.
Hann er metinn á 16.26 milljón dollara.
 
 
 
Í þriðja sæti:
 
 
 
 
Sotheby's uppboðshúsið er eitt það elsta í heimi og hefur spilað stórt hlutverk í að selja helstu dýrgripi heims. Hvíti Demanturinn frá Sotheby's er einn þessara gripa og er talinn einn sá verðmætasti í heimi.
Hann er 100 karöt og í dag er hann á hring.
Hann seldist síðast á um 23 milljónir dollara.
 
Í öðru sæti:
 
 
Ég fór nú bara að syngja "my heart will go on" þegar ég sá þetta hálsmen. Titanic Heart of the Ocean Demanturinn er sá allra frægasti og vinsælasti í heiminum. Allt er það stór myndinni Titanic að þakka. Hálsmenið sem notað var í Titanic var ekki orginal menið heldur nákvæm eftirlíking sem kostaði samt 3,5 milljón dollara.
 
Eitt sem er áhugavert við þetta hálsmen er að næstum hver einasti karlmaður myndi vilja gefa konu sinni það sem hina fullkomnu gjöf um tákn um sanna ást. Hjartað er metið á 20 milljónir dollara.
 
og loksins í fyrsta sæti:
 
 
Það er heldur óvenjulegur gripur. Demants bikiní hannað af Susan Rosen & Steinmetz. Sú sem klæddist þessu litla bikiníi mun án efa hafa vakið mikla athygli. Það er búið til úr meira en 150 demöntum og er talin vera dýrasta flík í heimi. Hver vill kaupa þessa litlu flík fyrir um 30 milljón dollara?