Vatnslosandi heilsudrykkur - sem VIRKAR!


Einhverjir myndu nefna þennan orku- og heilsudrykk megrunardrykk, þar sem hann er afar vatnslosandi. Ég sel það ekki dýrara en ég stal því.
 
Ég er persónulega lítt gefin fyrir slíkar nafna-"bætur", en fullyrði að ef þú setur þennan drykk á matseðilinn, muntu losna við bjúg, fljótt og örugglega.  
 
Við þurfum: 

1/2 líter sojamjólk
150 grömm frosin bláber
2 cm ferska engiferrót
5 frosin jarðaber
1 msk kókósolíu
1 msk eplaedik
 
Ísmola eftir smekk
 
 
 
Allt hráefnið er sett samtímis í blandarann. Þegar drykkurinn er orðinn vel blandaður er hann settur í stórt glas.
 
Mjög flott er að setja smá "Cappucino-froðu"  ofan á yfirborðið og setja 3 fersk bláber og jarðaber skorin í fernt með. Litasamsetningin kemur snilldarvel út. 
 
Fallegt rör og þú ert í toppmálum.
 
Skál!
 
heida@spegill.is
 
Fylgstu með okkur á Facebook!