10 mínútna blundur virkar eins og aukaorka á heilann


Að taka sér blund um miðjan dag, getur virkað eins og við séum að endurræsa heilann.
 
The Wall Street Journal bíður upp á tillögur um hinn fullkomna blund eða um hversu langur hann á að vera. Neðst er svo linkur á reikni sem gefur þér kost að að reikna út hvenær dags er best fyrir þig, að taka þér einn slíkan munað.
 
Í greininni segja sérfræðingar að 10 - 20 mínútna orkublundur gefi þér mesta kraftinn eða, "best bang for your buck", en það er þó háð skilyrðum um hvað þú vilt fá út úr því að leggja þig.
 
Fyrir snögga árvekni og auka orku munu 10 - 20 mínútur vera fullnægjandi.
 
Ef þú vilt hinsvegar meiri vitsmunaþroska, þá ættir þú að leggja þig í 60 mínútur, segir Dr. Mednick.
 
60 mínútna blundur mun einnig hjálpa þér við að muna staðreyndir betur, andlit, staðhætti, nöfn osfrv. -en þú gætir vaknað upp eilítið súr...
 
Loks er það 90 mínútna lúrinn. Sem kemst næst fullum svefni. Hjálpar til við að efla sköpunarkraftinn, tilfinningargreind og að læra, t.d eins og að læra að hjóla.
 
Að vakna upp eftir 90 mínútna blund, getur þýtt að þú sért haldin svefnhöfga til að byrja með...
 
Mælt er með að við sitjum frekar en liggjum, til að forðast að detta ekki í of djúpan svefn.  Ef þig svo dreymir á meðan þú leggur þig, gæti verið að þú sért svefnvana.
 
Smelltu hér - ef þú vilt reikna út hvenær tíma dags, þú ættir að leggja þig.