PRUMP er EKKI ósk frá rassgatinu til almættisins


...af hverju prumpum við? Af hverju lyktar prump? Að prumpa er neyðarlegt fyrir flest okkar undir vissum kringumstæðum, en allir prumpa – sögnin að prumpa er hluti af heilbrigrði líkamsstarfsemi okkar. 

 

Dagur B Eggertsson borgarstjóri prumpar, það mál hefur ekki verið rannsakað til hlýtar, hvort hann láti allt flakka hvar og hvenær sem er. Kannski fer hann afsíðis. Eða á salernið, þetta er jú þurr kúkur, kalt mat.

 

En eitt er víst, hann sleppur ekki við prumpa sínum daglega skammti sem eru um 14 prump á dag.

 

Ekki frekar en við hin. Enda erum við jú öll af sama meiði. Jafn merkileg eða ómerkileg, eftir því hvernig á það er litið.... 

 

Við erum einstök sérhvert okkar, enginn er þér æðri (nema Guð, ef þú kýst að kalla "þer æðra" Guð.  Óháð stétt eða stöðu. Ég persónulega lít aldrei nokkurntímann niður á neinn, nema rétt á meðan ég hjálpa viðkomandi upp. En snúum okkur aftur að máli málanna, að prumpinu.

 

Fróðleikur um prump:  

 

 

*Prump myndast sökum loftmyndunar sem getur orsakast af nokkrum þáttum. T.d. þegar við gleypum loft, drekkum eða borðum. Loft getur einnig myndast í þörmum okkar út frá blóði, efnahvörfum í þörmum eða vegna baktería.

 

*Dæmigert prump er samsett úr 59 prósent köfnunarefni, 21 prósent vetni, 9 prósent koltvísýringur, 7 prósent metan og 4 prósent súrefni. Aðeins um eitt prósent af prumpi inniheldur vetnissúlfíð gas og merkaptan, sem innihalda brennistein og brennisteinninn er það sem veldur því að prump lyktar.

 

*Hávaðinn sem myndast fer eftir því hversu mikið álag er á bakvið hvert prump og einnig spilar inn í þéttleiki hringvöðvans.

 

*Því meira brennistein sem mataræði þitt inniheldur, því verri lykt. Mat einsog baunir, hvítkál, ostar, gosdrykkir og egg geta valdið gríðarlega vondri lykt.

 

 

Meðaltalið er 14 prump á dag

 

*Meðal manneskja er talin prumpa í kringum hálfum líter á dag. Konur eru þar engir eftirbátar. Reyndar sýndi rannsókn fram á konur framleiða meira gas en karlmenn á sama mataræðinu og prumpa jafnvel meira.

 

*Ef manneskja myndi prumpa stanslaust í 6 ár og 9 mánuði, myndi það gas samsvara orku í kjarnorkusprengju.  

 

*Læknar eru ekki sammála hvort það sé óheilsusamlegt að halda í sér prumpi. Sumir sérfræðingar vilja meina að prump sé  þáttur í heilbrigðri starfsemi meltingarfæranna og að halda í sér, skaði fólk ekki á nokkurn hátt. Að fólk losi sig við umfram loft þegar það sefur. 

 

Hinn hópurinn heldur þó staðfastlega fram  að  það geti valdið óþægindum í meltinarvegi, uppblásinni vömb og í versta falli getir það leitt til gyllinæðar. Þú metur það fyrir þig. 

 

*Í flestum menningarsamfélögum þykir það að prumpa á almannafæri frekar ósæmilegt. En alls ekki allstaðar. Indverskur ættarhvísl í Suður – Ameríku sem kallast Yanomami notar meðal annars prump til að heilsast og í Kína geturðu fengið atvinnu sem prumpuþefari!

 

*Einsog fram kom í upphafi inniheldur prump metan og vetni sem veldur því að prump er mjög eldfimt.  Einhverjir hafa gert það að leik sínum að kveikja í prumpi, en það ber að varast – enda stórhættulegt.

 

*Það sleppur enginn – þó þú haldir í þér daglangt, þá prumpar þú einfaldlega í svefni – nú eða eftir að þú deyrð.  Sagt er að  þremur klukkustundum eftir líkaminn deyr, sé líkaminn enn að losa sig  við umfram loft.

Annaðhvort í formi prumps eða ropa…

 

…og þá vitum við það!  Ef ykkur þyrstir í ítarlegri upplýsingar um prump, hvet ég ykkur til að leita til frk. Google - vinkonu okkar allra. 

 

Tja, ég er allavegana á leið á klósettið. Þú giskaðir rétt, ég er tepra þegar kemur að þessu.... eitthvert stillingar- eða uppeldisatriði. Og ég er ekki að fara að breyta því neitt. 

 

Þú veist hvað hentar þér best varðandi þetta prumpuatriði.  En plís -ekki láta allt flakka í t.d. kistulagningu. Á fyrsta date-i eða þegar þú stendur í langri röð Bónus. Það er agalegt tillitsleysi. Við erum jú mismygluð að innan, mataræðið hefur einnig mikið að segja. Segi það ekki, það geta orðið "slys" á óheppilegustu stundum.

 

Sýnum tillitsemi og verum góð við hvort annað.

Góðar stundir. 

 

heida@spegill.is

Fylgstu með okkur á Facebook!