Hnetur gegn hjartasjúkdómum!


Fullyrt er að hnetur verndi okkur gegn t.d. hjartasjúkdómum. Einnig eiga hnetur að koma í veg fyrir áunna sykursýki sé þeirra neytt reglulega.
 
Hnetur innihalda mikið magn vítamína sem og steinefni og andoxunarefni. 
 
Andoxunarefnin í hnetunum eru sögð vernda gegn krabbameini. Hnetur eru jafnframt sagðar hægja á öldrun og vera einstaklega góðar fyrir æðakerfi okkar.
Hnetur eru ríkar af hollri fitu. Eða einómettuðum og fjölómettuðum fitusýrum, sem líkami okkar þarfnast.
 
Makadamíahnetur, kasjúhnetur, möndlur, pistasíur, valhnetur og furuhnetur eru meðal annars ríkar af áðurnefndum fitusýrum. Sem og pekanhnetur.
 
Pekanhnetur og kasjúhnetur eru með lágt sykurmagn, Í öllum hnetum er lítið magn kolvetna.
 
Allar hnetur eru ríkar af trefjum.
 
Hnetur eru fullar af E-vítamíni sem er andoxunarefni sem verndar frumur líkamans.
Borðir þú 30 grömm af hnetum á dag, hefur þú nælt þér í u.þ.b. 20% af dagsskammti sem líkaminn þarfnast.
 
Kasjúhentur, möndlur og pekanhnetur eru ríkar af sinki. En sink er nauðsynlegt líkamanum, sérstaklega fyrir ofnæmiskerfið. 
 
Allar hnetur hafa að geyma selan. En selan er mjög mikilvægt ónæmiskerfinu og skjaldkirtlinum. 
 
Möndlur, brasilíuhnetur og kasjúhnetur innihalda ríkulegt magn af magnesíum, sem nauðsynlegt er starfsemi vöðva og tauga. 
 
Hesilhnetur, kastaníur, kasjúhnetur, furuhnetur og valhentur eru gjöfulir fólínsýrugjafar. En fólinsýran verndar líkamann gegn hjartasjúkdómum og krabbameini. Dregur einnig úr hættunni á klofnum hrygg hjá ófæddum.