Töframáttur ediks


Tuttugu heillaráð um hvernig nýta má edik...
  
Edik er gott og mýkjandi fyrir húðina. Tilvalið að setja hálfan bolla út í baðvatnið.
 
Edik er fitulosandi. Tvær msk. edik út í glas af vatni, nokkrum sinnum á dag.
 
Edik dregur úr matarlist. Tvær msk. edik út í glas af vatni. Drekkið nokkur glös á dag.
 
Edik slær á gigt. Tvær msk. eplaedik út í vatnsglas. Drekkið nokkur glös á dag.
  
Edik er gott við hálsbólgu. Teskeið af borðediki út í vatnsglas, nokkrum sinnum á dag.
  
Edik má má nota í stað hárnæringar. Borið í hárið og beðið í 10 mínútur. Skolað úr hárinu.
 
Edik vinnur á flösu. Nuddið hársvörðinn á hverjum degi upp úr ediki, árangurinn kemur í ljós á örfáum dögum.
 
Edik leiðréttir sýrustig hársins.
  
Edik ljær hárinu fallegan gljáa.
  
Edik er sérlega gott út í skolvatnið þegar nælonsokkabuxur eru þvegnar. Sokkabuxurnar endast lengur.
 
Edik er mjög gott út í skolvatnið þegar ný handklæði eru þvegin. Ló losnar og handklæðin verða síður vatnsfráhrindandi. Mælum með borðediki.
 
Edik er afbragðsgott við svitalykt í fötum. Nuddið flíkina upp úr edikblöndu (edik og vatn til helminga) og látið bíða í ca. 15 mínútur áður en fatnaðurinn er settur í þvottavélina.
 
Edik er gott til að ná klór- og lauklykt af fingrum. Nuddið fingurna og bíðið í stutta stund.
  
Edik er afbragð til að ná vondri lykt úr híbýlum. Edik og vatn er soðið saman eða látið malla í dágóða stund.
 
Edik er tilvalið hreinsiefni á fitu t.d. fiskabúr.

Edik og vatn til helminga er frískandi andlitsúði. Mælum með eplaediki.
 
Edik slær á kláða, sé það borið á húðina. Þá sérstaklega eplaedik.
 
Edik er gott sem kæling á sólbruna sem og flugnabit.
  
Edik blandað saman við vatn, til helminga, er hagkvæm og góð lausn við saltblettum á skóm.
  
Edik er tilvalið ef bjarga á hörðum málningarpenslum. Sjóðið penslana upp úr vatni og ediki og þeir verða eins og nýir.
 
  
 
heida@spegill.is