Amma var lítið gefin fyrir samfarir eða nánd við hitt kynið...


Það var skemmtileg reynsla að sofna og vakna svo beint í fanginu á almættinu. Mjög skemmtileg lífsreynsla. Ég er að segja ykkur það...
 
Ég sat nefnilega í mestu makindum í fanginu á Guði. Hann bannaði mér að  reykja, ríða og blóta. Mér fannst það í lagi. Ég reyki hvort sem er ekki, nema bara í laumi. Í laumi fyrir sjálfri mér...og svo blóta ég aldrei, nema bara til að leggja áherslu á orð mín, í rituðu máli.
 
Hér kemur smá sneið af köku ...eða, pís off keik -á fallegri íslensku:
Ég hitti pabba. Hann lá útaf og var að lesa. Eins og ég minnist hans alltaf, þegar mér verður hugsað til hans.
 
Sigga amma sat við hliðina á hásætinu, með dömubindi í klofinu. Hún var með þvagleka. Sigga amma var undanþegin reykingabanninu, enda Camel-drottning Íslands.
 
Amma mátti líka blóta, líka forfallin þar. Grjótharðir sjómenn roðnuðu í samanburði. Amma var lítið gefin fyrir samfarir eða nánd við hitt kynið. Vel gæti verið að hún hafi aðeins einu sinni notið ásta, það mun hafa gerst þegar pabbi kom undir.
 
En hún Sigga amma mín var snillingur og ég dýrkaði hana! Geri reyndar enn. Gleymi aldrei þegar nágranninn reyndi við hana...hún næstu rotaði hann og hann og öskraði á mig: 
 
-hann bara tróð tungunni upp í mig! 
 
Sigga amma var í "ríði-banni" eins og aðrir þarna í himnaríki, þannig að það skipti hana litlu.
 
Þess má geta að ekki finnst eitt einasta smokkakvikindi í himnaríki. Bara smokkfiskur. Og svo var mamma þarna, svo heilbrigð, falleg og glöð. Hún vinkaði mér. Imba amma var að skrifa...
 
Þarna var allt svo mjúkt, hlýtt og bómullarkennt. Þarna var/er gott að vera.
 
Áður en ég vissi af sparkaði amma skuggalega fast og af öllu afli í rassagatið á mér. Lendingin var hörð. En samt svo mjúk. Og ég hugsaði; hvaða stælar eru þetta í kerlingunni?
 
Svo öskraði hún á eftir mér þegar ég reyndi að forða mér -ég rétt heyrði óminn í fallinu, þegar ég var við það að vakna...:
 
-Farðu nú að gera eitthvað af viti krakka-andskoti! Fáðu þér að reykja og ríða og bölvaðu hressilega. Og í almáttugs bænum... gerðu svo eitthvað meira til...gefðu skít í þetta lið sem er að angra þig! Og ekki síst, láttu hjartað ráða för og vertu ávallt þú sjálf!
 
Og við það vaknaði ég...
 
...hvernig myndir þú ráða í þennan draum?