Himneskur og hollur: Hnetusmoothie!


Þessi drykkur er hrikalega hollur, stútfullur af orku og bætiefnum og himneskur á bragðið! 
 
Laus við sykur og aukaefni -ekkert bull - aðeins hollusta. 
 
Innihald: 
 
100 gr kasjúhnetur
1 banani
1 epli
2 msk kókosmjöl (lífrænt)
2 msk kókosolía (lífræn)
4 frosin jarðaber
1 lítið glas blandaður lífrænn ávaxtasafi 
5 klakar (má sleppa) 
 
 
 
Allt hráefnið er sett í blandarann í ca. 2 - 3 mínútur og voila tilbúið!
 
Skál og njóttu þessa að finna ekki til svengdar fram að hádegi, hið minnsta.