Hvað er ást?


Er hún kannski bara von og tál? Draumsýn? Hverful og hjóm eitt í sálinni? Leiftur hugans? Gredda?
 
Já, er hún kannski ekki bara botnlaus gredda? Fróun til að þjóna okkar lægstu/hæstu hvötum? Svona eftir því hvernig á það er litið.
 
 
Eftirfarandi skilgreining finnst mér fullkominn:
 
 
Ástin og kærleikurinn eru systkin.
 
Þau eru æðsta og sannasta eðli mannsins.
 
Perla sannleikans og fegursta gjöf sem um ræðir.
 
Sönn ást og kærleikur eru laus við eigingirni og ágirnd, öfund og afbrýði.
 
Hún er laus við metorð, dóma og hefnd.
 
Hún er síung og hrein.
 
Ekkert fær sigrað ástina.
 
Ekkert.
 
Stórkostlegt afl í Paradís.
 
Ást og kærleikur eru heilögust allra tilfinninga.
 
Hún er hrein og fögur lífsins sameining.
 
Höf: Ingibjörg Sigurðardóttir 
 
 
 
 
 
 
Ég óska ykkur öllum sannrar ástar.
 
 
heida@spegill.is