Þunnar augabrýr og þær sem eru ögn þykkari...


Að halda augabrúnunum í skefjum og fallegum, er á við andlitslyftingu án skurðaðgerðar. En hvort á maður að segja; augabrúnir eða brýr?
 
Í fleirtölu getum við kallað hárin yfir augunum á okkur þessum nöfnum: Augabrúnir, augabrýr, augnabrúnir og augnabrýr.
 
 
Að þessu slepptu koma hér nokkur ráð til að halda augabrúnunum þínum sem fallegustum:
 
 
• Láttu fagaðila laga til á þér brýrnar, allavega í fyrstu. Ekkert opnar eins mikið upp á þér augnsvæðið en þegar þú setur maskara og þar með krullar upp efri augnhárin og snyrtilegar og vel lagaðar augabrýr.
 
 
 
Augabrúnir stjarnanna
 
 
• Ef þú hefur ekki ráð að að fara til snyrtifræðings á nokkurra vikna fresti, haltu brúnunum við sjálf. Kipptu í burtu þeim hárum sem vaxa umfram það sem fagaðilinn þinn gerði í upphafi, jafnóðum.
 
• Séu augabrýrnar þunnar, þá áttu aldrei undir neinum kringumstæðum að teikna á þig augabrúnir. Það mun vera algjört NEI! Þú skilur, svona örþunna teiknaða línu sem sumar af vinkonum þínum klæðast eða einhver sem þú þekkir. Eða þekkir ekki. Eða þykist ekki þekkja. Þess háttar augabrúnir gera þig ekki aðeins ellilegri, líka örlítið „tacky“. Fylltu frekar upp í þínar eigin með þar til gerðum pensli og lit sem hæfir þínum augabrúnum.
 
• Í öllum bænum, ekki plokka í burtu grátt hár, ef þú skildir rekast á eitt slíkt. Litaðu það frekar með „ektalit“ eða berðu á beint með pensli og þeim lit sem passar við restina af þínum eigin hárum.
 
Og nú er ekkert annað í stöðunni en að blikka...