Það getur borgað sig að hlusta á þögnina


Bóndi nokkur hafði misst úrið sitt í hlöðunni. Hann hafði leitað út um allt enda hafði úrið tilfinningalegt gildi fyrir hann. Án árangurs.
 
Hann brá á það ráð að láta boð berast um héraðið og lofaði hverjum þeim sem myndi finna úrið, veglegum fundarlaunum
 
Þegar börnin heyrðu þetta, hópuðust þau í hlöðuna, fóru í gegnum alla heystaflana, leituðu í hverjum krók og kima, allt komið fyrir ekki. Úrið virtist gjörsamlega horfið.
 
Bóndinn var um það bil að gefast upp, þegar lítill drengur kemur til hans og bað um að fá að fara aftur í hlöðuna til að finna úrið.
 
Bóndinn hugsaði; „afhverju ekki?“ Eftir allt sem hefur gengið á í dag, þá hef ég engu að tapa.“ Og bóndinn sendi barnið aftur inn í hlöðuna.
 
Eftir stutta stund kom drengurinn með úrið og rétti bóndanum sem varð að vonum bæði hamingjusamur og undrandi og spurði hvað hann hefði gert öðruvísi en allir hinir krakkarnir sem voru að leita...
 
„Ég gerði ekkert. Ég sat bara á gólfinu í hlöðunni og hlustaði í þögn.
 
Í þögninni heyrði ég tikkið í úrinu og labbaði á hljóðið...“
 
þýtt og stílfært - höfundur ókunnugur