En það er einmitt tilgangur mannlegs lífs!


50 manns sátu námskeið og þegar fyrirlesarinn hætti skyndilega og hóf að rétta hverjum og einum blöðru, urðu viðstaddir hissa. Hann bað alla þessa 50 einstaklinga að merkja blöðruna með sínu nafni.
 
Síðan safnaði hann þeim öllum saman og setti þær í annað herbergi.
Hópurinn var síðan beðinn um að fara inn í hitt herbergið og finna blöðru með sínu nafni, innan 5 mínútna.
 
Allir hópuðust inn í herbergið og töluverður glundroði myndaðist í æsingnum, fólk rakst á hvort annað, ýtti hvort öðru.
 
Eftir 5 mínútur hafði enginn fundið sína blöðru.
 
Þá voru allir beðnir um að finna einhverja blöðru og gefa hana þeim sem hún væri merkt. Innan nokkurra sekúndna voru allir komnir með sýna blöðru.
 
Fyrirlesarinn sagði yfir hópinn:
 
"Þetta er einmitt það sem er að gerast í lífi okkar. Flestir eru sífellt að leita að hamingjunni í kringum sig, án vitundar um hvar hana er að finna. Hamingja okkar liggur einfaldlega í hamingju annarra.
 
Gefðu öðrum gleði, viljir þú öðlast hamingju."
 
 
 
 
En það er einmitt tilgangur mannlegs lífs!
 
 
 
 
 
Höfundur ókunnugur - þýtt og fært í stílinn