Hvernig ert þú í rúminu?


Tökum þetta í fjórum skrefum. Lestu áfram, þú hefur gaman af þessu. Við lofum. Við nefnilega fundum grein í eldgömlu blaði sem við svissuðum yfir á íslensku, bættum í og stílfærðum, einsog okkur er einum lagið. 
 
Hér er árangurinn...
 
Við skiptum þessu í grúppur eftir áratugunum þínum. En þú gætir samt sem best verið stödd annars staðar en aldurinn segir til um. Forvitnilegt...
 
20 ára Nautnafull og saklaus
Að vera í rúminu með þér er að endurlifa stanslaust fyrsta skiptið. Tilfinningar fá lausan tauminn og elskað er villt án nokkurra takmarka. Engin boð og bönn. Spontant og ófyrirsjáanleg, náttúruleg og fersk. Þú ert sannfærð um að kynlíf sé ekki spurning um reynslu. Þú spyrð þig...var þetta gott? Var ég góð? Þú átt kannski eftir að læra að meta tilfinningalegt gildi og líkamlegar nautnir í senn. Þú munt ná þessu.
 
30 ára Allt undir stjórn
Engir lausir taumar hér, þú veist fullvel hvað þú vilt; að elskhugi þinn fullnægi þér þegar þú vilt og að tilgangurinn sé með öllu á tæru; af hverju þið eruð að þessu. Kynlíf er fyrir þig, bara eins og allt hitt í lífinu...persónulegt val. Kannski ertu búin að finna manninn, sem sameinar allt fyrir þig: Er vinur þinn og elskhugi í senn. Ef ekki, muntu sennilega leita þess með tilraunum. Þú ert að reyna að kortleggja framtíðina. En til að finna hinn fullkomna í rúmið sem utan þess, þarftu að slaka aðeins á. Láttu þig flakka, það er ekki hægt að plana allt. 
 
40 ára Hámark fullnægjunnar
Þú ert ekki lengur þessi unga og ekki heldur enn orðin þessi þroskaða. Þetta er topptími fyrir konuna. Um leið og leikar hefjast hækkar hitinn...og hættir ekki að hækka! Hitamælirinn hjá honum stöðvast á leiðinni. Af hverju? Jú, þú ert í hámarki kynferðislegrar ánægju. Þú ert óstöðvandi í rúminu. Eina spurningin er að láta það endast...
 
50 ára Frjáls og þroskuð
Kynlíf er fyrir þig nánast eins og pólitík...femínismi viljum við kalla það. Þinn kroppur, þinn réttur. Þú vilt nota hann vel að þínum vilja. Það er allt mögulegt svo lengi sem hugsanir þínar og hugmyndir eru frjálsar. En passaðu þig samt, að vera alveg skammlaus getur veikt mótstöðu þína. Það eina sem þú hefur áhyggjur af akkúrat núna er að hugleysið muni banka upp á og kæla niður næturnar þínar.