Súkkulaði er gott fyrir heilann!


Mannsheilinn tekur þátt í að mynda miðtaugakerfið ásamt mænunni. Hann er gerður úr fjölmörgum taugaþráðum. Heilinn vegur um 1.4 kg eða um 2% af líkamsmassa.
 
Þrátt fyrir lítinn massa tekur hann til sín um 20% af blóðinu (á mínútu) sem hjartað dælir frá sér. Eins og það sé ekki nóg þá rífur hann í sig um 20% af súrefninu sem líkaminn notar.
 
Súrefnisskortur í heila getur valdið varanlegum frumudauða, sem getur orsakað skemmdir sem leiða til vanhæfni á einhvern hátt. Viðmiðið er að við að manneskjurnar getum verið súrefnislausar í þrjár til fjórar mínútur án þess að hljóta af því varanlegan heilaskaða.
 
Sitt hvað er það sem við getum gert til að næra heilann okkar. Hér koma nokkrar tegundir af heilafóðri. Sagan segir að þetta virki sérlega vel fyrir þennan ósýnilega (svona frá degi til dags) en jafnframt stóra og mikilvæga líkamspart okkar.
 
Vissir þú að karrí er frábært krydd fyrir heilann? Þetta bragðgóða krydd heldur heilanum ferskum og vökulum. Kúrkúrminið sem er aðaluppistaðan í karrí, er stútfullt af andoxunarefnum, en þau efni munu vera einkar iðin við að berjast gegn heilaskemmdum og öldrun heilans. Mælt er með karrí minnst einu sinni i mánuði. Kjöt og karrý í kvöld?
 
Eða kannski fiskibollur í karrí? Með þeim hætti er hægt að slá tvær flugur í einu hnefahöggi, því fiskur er afbragðsnæring fyrir heilann.
 
Stútfullar af Omega-3 sýrum og talið er að daglegur fiskiskammtur á borðið, dragi úr líkum á Alzheimer. Omega-3 sýrur eru sagðar hjúpa súrefnisfrumurnar fitu, sem gerir þeim betur kleift að auka hreyfingu. Talið er að súrefnisflæðið aukist og minnið batni, bæði langtíma- og skammtímaminnið.
 
Spurning um skella gamla góða lýsinu með í morgunverðarpakkann?
 
Hvítkál, spínat og allt grænt grænmeti, fullt af járni og fólinsýru, hefur góð áhrif á langtímaminnið.
 
Hnetur og fræ eru sérlega góð fyrir heilann. Flott og hollt snakk á milli mála. Stútfullt af Omega-3 fitusýrum. Skýrir hugann.
 
Egg og allskyns ber eru góð og fyrirbyggjandi vörn gegn því að heilinn skreppi saman. Með árunum gerist það óhjákvæmilega og því er gott að borða egg og ber reglulega til að sporna við þeirri þróun. Bætir minnið og dregur úr öldrun heilans.
 
Hveitikím og hveitiklíð inniheldur fólinsýru, sem og brún hrísgrjón, haframjöl og bygg. Gróft korn. Allar þessar fæðutegundir auka blóðflæði til heilans og bæta eðlilega virkni hans.
 
Fáðu þér te í staðinn fyrir kaffi. Grænt te og svart te eru te sem eru sérlega rík af „catechins“ en það eykur andoxunarvirkni. Það er efnið sem vantar í kroppinn, þegar þér finnst þú vera sífellt þreytt/ur og illa upplögð/lagður. Hjálpar heilanum að vera vökull, skarpur og vakandi. Tilvalið að byrja hvern morgun á tei.
 
Ostrur eru uppfullar af járni og zinki. Fáðu þér því væna ostru eigirðu við einbeitingarleysi að stríða og síðast en ekki síst; þetta elska ég: SÚKKULAÐI. Sá unaður mun auka blóðflæði til heilans...ekki síst veljirðu dökkt súkkulaði.
 
heida@spegill.is