Svona á að taka pásu frá Facebook - SKOTHELD RÁÐ!


Það er flestum nauðsynlegt að taka sér pásu frá Facebook. Sumir kjósa að hafa "opnar" útidyrnar á andlitsbókinni sinni, alveg upp á gátt.
 
En að sjálfsögðu er það undir hverjum og einum komið hversu mikla hlutdeild þeir hleypa ókunnugum inn í líf sitt.
 
Hversu langt þeir opna inn í sinn "raunverulega heim"... 
 
Hérna eru skemmtilegar leiðbeiningar sem gætu gagnast þér, en við "nöppuðum þeim af Facebook.  
 
1. Skráðu þig út með léttum áslætti á takkaborðið. Stattu hægt og rólega upp.
 
2. Slökktu á tölvunni til að kæla hana.
 
3. Stattu örlitla stund í sömu sporum svo þú fáir ekki blóðþrýstingsfall af óvæntum hreyfingum.
 
4. Gakktu hægum skrefum inní eldhús. Notaðu helst göngugrind ef hún er nærtæk. Helltu upp á kaffi.
 
5. Labbaðu fjóra hringi um alla íbúðina til að liðka líkaman og ná ráðlögðum dagskammti af líkamsþjálfun. Gott er að taka tvær pásur svo þú verðir ekki útkeyrð/ur.
 
6. Pantaðu heimsendingu á mat að eigin vali innan þrjátíu mínútna.
 
7. Hringdu í minnst tvo vini eða sendu svohljóðandi sms "ég er á lífi".
 
8. Ef augnþurrkur plagar þig,settu þá saltvatn í augun.
 
9. Kveiktu á tölvunni. Teygðu þig vel eftir líkamsræktina svo þú fáir ekki auma vöðva. Sæktu kaffið og sestu rólega aftur niður.
 
10. Komin tími að setja nýja færslu á facebook sem hljóðar svo:
 
"Tók vel á því í ræktinni í dag og búin að drekka kaffi og eiga gæðastund með góðum vinum. Get því með sanni sagt að ég hafi staðið mig vel í dag. Húrra fyrir mér. "