Laukur án tára


Það er staðreynd að þú tárast minna ef þú skerð endann (rótina) á lauknum síðast.
 
Skothellt ráð er að frysta laukinn eða hafa hann vel kældan áður en þú byrjar að skera hann.
 
Og ennþá betra er fyrir tárlaukana, ef þú skrælar laukinn undir rennandi og ísköldu vatni
 
Mundu að skola hendurnar vel af og til á meðan þú skerð laukinn ef þú getur ekki, eða finnst óþægilegt að flysja laukinn undir rennandi og köldu vatni.
 
 
Til að ná lyktinni af fingrum er síðan gott ráð að nudda hendurnar upp úr sítrónusafa. Eða blöndu af vatni og ediki til helminga.
 
Lyktin hverfur með öllu.