Krosssaumur í köku sem ilmar af ást


Hér er hugmynd sem ilmar af kærleik... og alveg í stíl við sumar og sól. Sem flestir sakna þessa dagana. Hvað gerum við þá? Færum sólina, sæluna, gleðina inn í hýbýlin. Og ekki gleyma kertunum. 
 
Hér eru á ferðinni krosssaumskökur með ást...
 
Bara fletja uppáhaldsdeigið þitt vel út og skera í ferhyrninga, líka hægt að nota mót. Að síðustu skreyta með glassúr í kross einsog sýnt er á mynd. Raða kökunum saman og endilega láttu hugmyndaauðgi þína blómstra. Hægt t.d. að gera bókstaf eða hvað það er sem þér dettur í hug. 
 
Var ekki bóndadagur um daginn? Ég er á því að bóndadaga skyldi halda hátíðlega alla daga ársins. Konudaga líka. 
 
 
 
...sætt? 
 
Fylgstu með okkur á Facebook!