Sílikonpúðinn ÓX út úr húðinni á henni


Lauren Yardley hafði alltaf dreymt um stærri barm. Þegar hún varð 25 ára gömul og þau létu "enn ekki sjá sig" fór hún í brjóstastækkun.
 
Hún greiddi alls um 4000 pund fyrir aðgerðina. Og fór úr A- stærð í DD.
Í fyrstu var hún að vonum sátt, en henni til mikils hryllings hóf líkaminn að hafna einum af brjóstarpúðunum. Nokkrum vikum síðar kom einn púðinn út í gegnum húðina. 
 
"Ég trúði ekki þegar ég sá púðann koma út úr brjóstinu," sagði hún við Daily Mail. "Í fyrstu var þetta eins og smá sár, en eftir því sem vikurnar liðu byrjaði þetta að koma út úr húðinni meir og meir. Ég fann ekki fyrir miklum kvölum, aðeins óþægindum," segir hún ennfremur. 
 
Læknarnir á sjúkrahúsinu höfðu aldrei séð neitt þessu líkt áður. 
 
Fyrir aðgerð
 
"Mér finnst ég vera heppin, þetta hefði getað verið svo miklu verra." Segir Yardley. Stuttu eftir aðgerðina, sem var framkvæmd í september árið 2009 á einkastofu, varð hægra brjóstið hart og kekkjótt. Læknar töldu það algengan fylgikvilla samskonar aðgerða.
 
Hún greiddi 850 pund til að láta skipta út púðanum á hægra brjósti. Tveimur mánuðum síðar var hún flutt á sjúkrahús aftur og eftir skoðun kom í ljós að líkaminn hafnaði púðanum og var hann fjarlægður.
 
„Þegar fólk spyr mig hvort ég fengi mér púða aftur eftir allt það sem ég hef gengið í gegnum, er svar mitt já. Ég sé ekki eftir neinu. En þessar aukaaðgerðir allar, hafa kostað mig mikla fjármuni.“ 
 
 
Hér má sjá púðann koma út úr húðinni
 
Yardley þurfti að bíða í sjö mánuði á meðan líkaminn jafnaði sig, þar til hún gat farið aftur og látið laga brjóstið í sitt fyrra horf, úr A í DD, og segir hún það hafa verið hræðilega bið.
 
Fylgstu með okkur á Facebook!