Þurra hárið burt með náttúrulegum aðferðum og bjór!


Fyrir utan það að við gætum jú hugsanlega sannfært okkur um að djúpnæring á stofu sé absólút möst á reglulegum grundvelli.
 
Þá er ýmislegt sem við getum gert heima til að næra þetta þurra hár sem þolir ekki neitt.
 
Punktaðu þetta niður ef þú ætlar að stunda laugarnar í sumar...já eða fara á ströndina og vera í sólinni. 
Settu ólífuolíu í þurra hárið og stilltu blásarann á lágan hita. Hitinn hjálpar hárinu að drekka í sig olíuna. Ef þú ert með viðkvæmt og þunnt hár getur verið betra að skipta út ólífuolíunni fyrir avókadó olíu, hún er léttari.
 
Annað trikk er að setja tsk af lavender olíu og tsk af kókosmjólk saman. Nudda þessu í þurra hárið og rótina áður en þú ferð að sofa, setja á sig hettu (plast eða vefja í handklæði). Svo að morgni þá skolarðu úr...algjör bomba.
 
Og það er engin lygi stelpur og stakur strákur...að bjórinn er góður fyrir hárið. Hann gefur því líf og glansa. 
 
Fylgstu með okkur á Facebook