Jarðaberja og appelsínuskot í kroppinn


Skellum smá vítamínhressleika í hátt og fallegt glas. Við erum að detta í helgargírinn. Fannst þessi alveg kjörin til að fagna gleðinni og nýjum degi ...fáum okkur sjúss!
 
Sætur, seiðandi og bragðgóður, -alveg í takt við...þig? Jaaaa, allavega mig.
Eina sem þarf og fæst allstaðar er: 

1 banani

1 appelsína

3-5 frosin jarðaber

Ab mjólk (elska AB - mjólk) 

 

 

 

Ávöxtum öllum skellt í blandarann, banani og appelsína í bitum. Magn af AB mjólk sem ég nota samsvarar einu stóru mjólkurglasi. Ýtt á stóra takkann fyrir miðju. Bæta vatni út í ef þarf.

Beðið agnarögn og reddý! Ahhhhh, svo frískandi. Elska allt sem er auðvelt.

 

Því að flækja hlutina að óþörfu?

 

Fylgstu með öllu því nýjasta á Facebook