Ertu með flösu? Snilldarráð við þeim hvimleiða óvelkomna gesti


Heimatilbúin úrræði til að berjast við flösu í hársverði henta hárinu þínu etv. betur en efnin sem notuð eru í sjampó.
 
Eftirfarandi meðferð er tvíhliða: Fyrst notarðu hörfræ olíu í hárið og fylgir því eftir með eplaediki, sem er bráðsnjallt gegn bakteríum.
Að setja sykur í olíuna er afbragðsráð, sykurinn er góður sem skrúbbur og nuddar burtu þurrar húðflögur. Það er ekki nauðsynlegt, þetta með sykurinn. En þess virði ef það eru að detta niður á svörtu fötin þín húðflögur í bunkum. 
 
Tíminn sem tekur að útbúa þetta er um klukkustund og 5 mínútur.
 
Hörfræ olía (það má nota ólífuolíu)
Hvítur sykur eða brúnn (alveg sama en betra í fínum kornum)
Eplaedik 
Vetnisperoxíð (næsta apótek)
 
Blandaðu saman tveimur matskeiðum af olíunni og einni teskeið af sykri í skál. Nuddaðu í hársvörðinn. Vefðu heitu og röku handklæði um hárið og láttu standa í um 20 mínútur. 
 
Á meðan olían er að vinna, blandaðu saman tveimur matskeiðum af edikiinu, tveimur matskeiðum af vetnisperoxíði og tveimur bollum af volgu vatni saman. Best er að setja þetta í spreybrúsa, ef þú átt hann til.  
 
Snjallt að hoppa undir sturtuna og þvo olíuna úr með örlitlu af sjampói. Skolaðu vel. Spreyjaðu úr edik brúsanum í hárið. Dreifðu vel og passaðu augun. Nuddaðu nú hársvörðinn vel og vefðu því næst volgu röku handklæði utan um hárið. Láttu blönduna verka frá 20 mínútum til klukkutíma. 
 
Og skola svo vel.
 
Athugaðu að í báðum tilfellum (olíu og edik blöndu), þá máttu svo sem eyða minni tíma í að láta þetta standa í hárinu.
 
Hitt virkar bara betur... 
 
Fylgstu með öllu því nýjasta á Facebook