Bjór hefur róandi áhrif á magann


Bjór er til margs nytsamlegur, fyrir utan að drekka hann til að lyfta sér upp.
 
Flestir njóta þess þó að drekka hann, án þess að vita að hægt er að nota bjórinn í ýmislegt annað. Sérstaklega eru "ráðin" góð hér að neðan, ef þú vilt ekki henda "flötum" bjór sem staðið hefur helst til of lengi á borðinu.
 
Hér á eftir birtum við tíu aðferðir til að nýta bjórinn.
 
Afgangsbjórinn.  
 
Bjór er mjög góður til marineringar. Notaðu bjór í staðinn fyrir vín til að marinera uppáhaldskjötið. Ekki aðeins verður kjötið bragðbetra, það verður einnig mýkra undir tönn.
 
 
 
 
Bjór er tilvalinn til að setja á brúnu "dauðu" skallablettina í garðinum. Grasið sýgur til sín sykurinn og orkuna, sem það þarf til að vaxa hraðar.
 
Bjór drepur snigla. Hálffylltu ílát með stóru opi efst af bjór og grafðu niður í garðinn þinn. Sniglarnir munu laðast að bjórnum og já, drukkna...
 
Bjór drepur mýs. Fylltu ílát með stóru opi. Mýsnar sogast að bjórnum og munu klifra upp í ílátið þegar þær finna lyktina. Og deyja.  
 
Bjór hefur róandi áhrif á magann. Sestu niður og fáðu þér einn ískaldan ef þú finnur fyriri óþægindum. Drykkurinn mun róa magann hratt og örugglega á meðan alkohólið kemur réttu jafnvægi á magann og dregur úr óþægindum vegna verkja. Drekkið þó alls ekki bjór ef þið þjáist af magasári.
 
Bjór er fyrirtak á gullskartið þitt. Vættu klút upp úr bjór og byrjaðu að nudda skartið þar til glansinn kemur aftur. Notaði þurrann klút til að þurrka skartið, á eftir. 
 
Bjór er fyrirtak út í baðvatnið, ótrúlegt en satt. Settu  nokkrar bjórdósir saman við baðvatnið og hvort sem þú trúir því eða ekki, er bjór afar góður fyrir húðina þína. Humlarnir eru einkar góðir til að mýkja upp húðina og styrkja um leið. 
 
Bjór er fyrirtak á viðarhúsgögn. Láttu bjórinn standa þar til hann verður "flatur", bleyttu þurran klút upp úr bjórnum og berðu á viðarhúsgögnin. Húsgögnin verða skínandi á eftir, eða eins og ný...
 
Bjór er góður til að elda upp úr. Þegar þú sýður t.d. rækjur, notaðu bjór í staðinn fyrir bökunarolíu. Kryddið að vild, en passið að ofelda ekki. 
 
...og að lokum; Drekkt'ann! 
 
Fylgstu með okkur á Facebook