Klaufalegar fyrirsagnir úr fjölmiðlum - besta grínið!


• Skreið til Nígeríu...
...ok og var hann þá ekki slæmur í hnjánum?
 
• Réttindalaus maður lærbraut konu...
...þarf maður að hafa réttindi í það?
 
• Bændur leita að kindum á fjórhjólum...
...hefur þú nokkuð séð kindur á fjórhjóli í dag?
 
• Leoncie reið blaðamönnum Víkurfrétta...
...já hún er brjáluð út í þá alla!
 
• Íhaldið bíður fram klofið á Norðurlandi eystra...
...þeir eru svo heppnir þarna fyrir norðan!
 
• Látnir þvo strætó á nóttunni...
...já ekki spyr ég nú að. Þeir fá ekki að liggja í friði í vígðri mold!
 
• Stóð úti á svölum og hrópaði nakinn...
....hrópaði og hrópaði nakinnnnnn....nakinnnnn!
 
• Vilja vana kynferðisbrotamenn...
...já nú til dags verða menn að vera vanir ef menn ætla sér eitthvað áfram.
 
• Mikill hiti í læknum á Ísafirði...
...tja, ætli þeir séu með flensuna?
 
• Salerni umhverfisdeildar milli tanna bæjarfulltrúa...
...oooooojjjjbbbbaaarraaaa!
 
• Fjórir látnir lausir að lokinni krufningu...
...ekki hafa þeir nú farið langt af sjálfsdáðum?
 
• Reynir en án stiga...
...hefur einhver séð stigann hans Reynis?
 
• Selur í göngugötunni...
...kominn langt frá sjónum greyið.
 
Og að lokum:
 
• Hefur þú séð kú reka stígvél? Nei, ekki í dag...
• Guð ríður dóttir prestsins. Vissi það ekki heldur...
• Ingi ríður ósk. Grunaði það, en vissi það ekki fyrir víst.
 
 
 
Einar Ingi tók saman, til gamans
Fylgstu með okkur á Facebook!