Þessi dagur getur ekki klikkað


Svafstu nokkuð of lengi? Gott!
 
Eitt það allra glataðasta fyrirbæri sem um getur. Alveg furðulegt, en það er eins og dagurinn verði allur snúinn og boginn einhvern veginn.
 
Hér er upptalning á "klassískum ráðum" -farir þú að þeim, þarf jarðskálfta eða aðrar náttúruhamfarir til að dagurinn þinn klikki...
 
 
Til að tryggja gott upphaf að nýjum degi er frábært að vera búin að skipuleggja það helsta kvöldið áður. Útbúa eins konar "to-do-list" fyrir komandi dag.
 
Að skipuleggja sig minnst dag fram í tímann dregur úr streitu og kvíða og þú sefur værar.
 
 
 
 
 
Farðu að sofa fyrr á kvöldin og vaknaðu fyrr á morgnana. Fimmtán mínútum fyrr á fætur, það breytir miklu. Heill eða hálfur klukkutími er betra. Notaðu þessar mínútur fyrir þig, fylltu hugann þinn af jákvæðni.  
 
 
 
 
 
Ef þú reykir, reyndu að forðast að byrja daginn á sígarettu. Fáðu þér heldur glas af vatni. Gerðu öndunaræfingar í stað þess að kveikja í...þarf varla að taka það fram að þær eru mun hollari leið til að hefja daginn.
 
 
 
 
Undir engum kringumstæðum skyldi sleppa morgunverðinum. Ef þú ert í tímaþröng, skelltu uppáhaldshráefninu í blandarann og fáðu þér stórt glas stútfullt af næringu og bætiefnum. Best er auðvitað að gefa sér tíma og næði og fá sér veglegan, næringarríkan og hollan morgunverð.
 
 
 
 
 
Reyndu fyrir alla muni að horfa framhjá fréttum eða dagblöðum. Það er ein sú mest niðurdrepandi leið til að hefja daginn þessa dagana... 
 
 
 
 
Fagnaðu nýjum degi og sjálfri/sjálfum þér með því að vera ávallt hugguleg/ur til fara. Þér líður betur og það að vera snyrtilegur ber vott um eigið öryggi og elsku í eiginn garð. Láttu það eftir þér! Klæddu þig eins og þér líður best.
 
 
 
 
Þegar þú hefur "hitað" þig vel upp fyrir daginn með þessum hætti, brostu og þér verða allir vegir færir.
 
 
 
Njótið komandi helgar!