Ástarbrauð frá Sullivan Street - New York Times valdi þetta sem besta brauðið


Við erum að tala um ástarbrauð sem krefst smá þolinmæði, en er svo auðvelt í framkvæmd að það er nánast fyndið.
 
Elskuleg vinkona mín bauð mér í "bröns" - diskur hlaðin baconi (Guð blessi bacon, elska það, ekki hún þó!) ...og með því var þetta dásemdarbrauð ásamt allskyns áleggi.
 
Fékk hjá henni góðfúslegt til að deila með ykkur uppskriftinni, elskur.
 
Prófið!  
Allt og sumt sem við þurfum er: 
 
* 7 dl ( 3 bollar) eða 430 grömm hveiti- spelt.
* 3,5 dl vatn ( volgt )
* 1/4 tsk þurrger.
* 1 tsk salt.
 
...og ég er ekki að grínast!
 
Blanda saman hveiti, vatni, geri og salti saman í góða skál. Hræra vel í í eina og hálfa mínútu.  Loka skálinni með plastfilmu eða setja góðan plastpoka yfir og leyfa deiginu að hefja sig í skálinni yfir nótt eða í 12 klst.
 
Eftir 12 klst. setja hveiti á jafnan flöt, þar sem á að hnoða deigið.  Brjóta deigið varlega saman 3-4 sinnum. Búa til kúlu, setja yfir viskustykki sem búið er að sáldra hveiti á, loka létt með endunum á viskustykkinu og leyfa því að hefja sig í 2 klst. til viðbótar.
 
Því næst taka góðan pott með loki. (ekki glerlok, ég sprengdi eitt stykki þessháttar í fyrstu tilraun).
 
Setja í ofninn og hita á fullum hita, eða á  250 gráðum.
 
Þegar fullum hita er náð, er lokið tekið af, kúlan tekin af viskustykkinu, sett í pottinn og lokið sett á. Látið bakast í 20 mínútur til viðbótar.
 
Taka lokið af og muna;  passa að brenna sig ekki!
 
Því næst er brauðið látið bakast í 20 mínúntur til viðbótar.
 
 
Nú sækir þú disk, tekur brauðið og setur blautt viskustykki á diskinn. Tekur brauðið úr ofninum, smellir á viskustykkið, sem þú síðan leggur yfir brauðið.
 
Bíður þolinmóð/ur í 30 mín, tekur brauðið úr viskustykkinu, skerð niður og nærir þig og þína með ást og umhyggju og dásamlegu heimabökuðu brauði.
 
Ef afgangur, í plast og geyma, en ekki gleyma... inn í ísskáp...