Sitrónuskrúbbur að hætti Martha Stewart


Við rákumst á þennan heimalagaða líkamsskrúbb hjá Mörthu vinkonu okkar Stewart. Einfaldur, náttúrulegur og svo billegur, að þú ættir að nýta þér þessa snilld til gjafa, ef herðir að hjá þér.
 
Splæsa í fallegar krukkur og kannski silkiborða og gefa vinum og vandamönnum dásamlegan sítrónuskrúbb og sjá þannig til þess að ALLIR skrúbbi nú af sér "vetrarskinnið" ...og endurnýjist þannig fyrir vorið. 
Vorið er komið, finnurðu ekki ilminn í loftinu? Heyrir þú ekki Lóuna syngja?
 
Dásemd!
 
 
Við þurfum;
 
Olíu - sjávarsalt - sítrónu (ef vill) - að sjálfsögðu má nota ilm- og litarefni. En meginuppistaðan í líkamsskrúbb er;  
 
1 bolli af olíu á móti tveimur bollum af salti (eða náttúrulegan sykur -fer eftir þeim grófleika sem þú kýst) Í þessa uppskrift var hálf sítrónu notuð til að fá lit og ilm. 
 
Mælt er með plastkrukkum með loki sem hægt er að skrúfa af og á, fyrir lengri líftíma.
 
Annars er glerkrukka góð og gild. 
 
Fylgstu með okkur á Facebook