Heyrst hefur að flestir örvhentir...


...teikni fólk og fígúrur þannig  að andlitið snúi til hægri.
 
Og að örvhentir lifi 9 árum skemur að meðaltali en rétthentir. 
 
Kíkjum á fleiri "staðreyndir" um örvhenta...
 
Sagt er að allir ísbirnir fæðist örvhentir og að örventir standi sig yfirleitt betur í tennis, sundi og hafnarbolta en þeir rétthentu.
 
Örvhentir ná kynþroska um hálfu ári síðar en þeir rétthentu.
 
Kermit froskur og Bart Simpson munu víst vera örvhentir báðir tveir. 
 
Um 10% mannkyns er örvhent. Karlmenn eru fleiri en konur. Eða um það bil helmingi fleiri.
 
Miklar líkur eru á að annar ef ekki báðir tvíburar fæðist örvhentir og að lokum þá aðlagast örvhentir betur vatni en þeir rétthentu.