Lifandi veggi í miðbæ Reykjavíkur?


Nikita Nomerz er ungur listamaður  frá vestur Rússlandi. Hann byrjaði ungur í  "grafiti" og þykir mjög fær á sínu sviði. Nikita málar byggingar, stólpa og eiginlega bara flest sem verður á vegi hans.
 
Hugsun Nikita er að gera dauða hluti, eins og veggi, meira lifandi með litum og gleði. Verkin hans eru nýstárleg, frumleg og fyndin ásamt því að búa yfir hellings persónuleika.
 
Má ekki nýta ungu listamennina okkar til að hressa upp á miðbæinn? Hafið þið séð allar þessar stóru ljótu og auðu byggingar í miðborginni sem gætu nýst sem auður strigi.... fyrir unga og upprennandi?
 
Alveg á því.
 
 
Svaka glaður þessi í miðjunni....
 
 
 
Eitthvað stórkostlegt að gerast í þessum risakjafti...
 
 
 
Kærustuparið....
 
 
 
Hey, það er óhollt og hallærislegt að reykja!
 
 
 
Hlauptu drengur, hlauptu....
 
 
 
Flott gleraugu utan um syfjuleg augu
 
 
 
 
Tönnunum var greinilega grýtt upp í þennan dúdda....