Góð húðumhirða er öllum nauðsynleg


Fékk skemmtilegar ábendingar frá snyrtifræðingi en viðkomandi hefur (eðlilega, enda snyrtifræðingur) mikið gaman af því að lesa, skrifa og stúdera allt er viðkemur almennri og heilbrigðri húðumhirðu.
 
Þetta hafði hún að segja: 
 
Hafrar í maska eru toppurinn fyrir feita húð!
 
Blandar saman við vatn og smellir á andlitið. Hafrarnir þurrka í burt umfram fituna sem safnast á húðinni. 
 
Ekki ósvipað og sítrónan, sá magnaði ávöxtur. Bjargaði meðal annars mér á árum áður. 
 
Og ef þið eigið tea-tree-olíu, þá er gott að setja 2-3 dropa á andlitið eigir þú við "fituvandamál" að stríða.  Best er að kaupa alveg hreina olíu, hún mun vera seld í BodyShop. Verslaðu alveg hreina olíu og lestu innihaldslýsinguna á glasinu, til að vera örugg/ur. 
 
Eggjahvíta er frekar nærandi sem þýðir að hún gefur húðinni fitu, hentar einstaklega vel fyrir þurra og orkulausa húð.
  
Gúrka yfir augun fríska upp augnsvæðið og svo er gott að setja ískalda bómull yfir. Sumum finnst gott að setja teskeiðar í frysti yfir nótt og setja þær á "baugana" það frískar upp húðina og dregur saman háræðarnar. Þú færð frískara útlit.
 
Avokadó er mjög nærandi ávöxtur og er hann sérstaklega góður fyrir mjög þurra og fitulitla húð!
 
Þær sem eru fituþurrar eru oftast hrufóttar í húðinni. Og þær sem eru rakaþurrar finnst eins og húðin þeirra sé einu númeri of lítil.
 
Það eru MARGIR og alltof margir að einblína á raka fyrir húðina! Raki Raki Raki! Enginn talar um fitu! Það eru margar konur og stelpur sem þurfa fitu í húðina frekar en rakann...