Má bjóða þér heimatilbúið Snickers með kaffinu?


Ekki spyrja mig hvað gerðist. Ég veit það bara að ég er að tapa mér í eldhúsinu þessa dagana. Reyndar vikurnar, ok -síðastliðna mánuði...
 
Hefur þú smakkað Mars-súkkulaði? En að hita upp Mars í örlitlum rjóma og nota sem heita súkkulaðisósu út á ísinn? Geggjað!
Það má líka nota Snickers í stað Mars. Finnst það persónulega ekki jafn gott....en þetta heimatilbúna Snickers hér að neðan -er hinsvegar gargandi snilld.
 
Veskú - Snickers - "alahomemade":
 
Við þurfum: 
 
3 bollar flórsykur
1 bolli ristaðar salthnetur
2 msk. hnetusmjör
2 msk vatn
2 msk smjör
¼ bolli síróp (ljóst)
35 rjómakaramellur
1 tsk vanilludropar
700 grömm mjólkursúkkulaði (rjómasúkkulaði)
örlítið salt
 
*hér má sjá uppskrift af rjómakaramellum ef þið viljið búa þær til sjálf.
 
 
Girnilegt? Uhhh, já frekar....
 
Aðferð:
 
Blandið vatni, sírópinu, smjörinu, vanilludropum, hnetusmjörinu og saltinu í skál og hærið mjög vel eða þar til orðið þétt og rjómakennt.
 
Hnoðið varlega með höndunum í stutta stund.
 
Setjið deigið í eldfast form, ca. 20x20 sm. Passa að pressa deiginu vel niður í alla kanta áður en þið setjið þetta í ísskápinn.
 
 
Mýkið upp karamellurnar og þegar þær eru bráðnar, er hnetunum bætt varlega saman við á pönnuna, ef þér finnst þetta of þykkt –er fínt að þynna með örlitlum rjóma.
 
Þegar hæfilegt, þú þekkir þetta –helltu þessu varlega yfir deigið og láttu kólna. Síðan er súkkulaðið brætt annaðhvort í vatnsbaði –má líka notast við örbylgjuna.
 
Hérna er flott að taka fram deigið með karamellunni og skera í hæfilega bita eða lengjur – stinga svo í hverja lengju (gaffal eða tannstöngli og dýfa ofan í súkkulaðibaðið.
 
Láttu harðna á bökunarpappír – ef þú ert að flýta þér mikið, máttu alveg setja þetta í kæli...hitt er bara betra. 
 
Reddý - verði þér að góðu.