Matur gegn bólgum og verkjum


Vissir þú að bragðgóður matur, getur líka verið öflugur græðari?  Með öðrum orðum, við getum bætt heilsu okkar með réttu mataræði, án þess að taka inn lyf sem oft geta valdið hvimleiðum aukaverkunum.

 

 
Kirsuber og önnur ber

Muraleedharan Nair, PhD, prófessor í  Michigan State University, uppgötvaði  að kirsuber eru tíu sinnum öflugri á verki en t.d. aspirín. Aðeins þarf að taka inn tvær matskeiðar af kirsuberjasafa á dag. Dr. Nair fann seinna út að bláber, hindber, og jarðarber, hafa sömu áhrif, það er; þau eru verkjastillandi.  

 

 

Sellerí og sellerí fræ

James Duke, Ph.D., höfundur The Green Pharmacy, fann meira en  20 bólgueyðandi efni í sellerí og sellerí-fræjum. Þ.m.t. efni sem kallað er apigenin, sem er öflugt efni í stríði við bólgur. Af hverju ekki að bæta sellerí fræjum í súpur í stað salts? Til eru margar girnilegar uppskriftir.

 

 

Engifer

Á Indlandi er engifer mikið notað við verkjum og bólgum. Rannsóknir hafa verið gerðar þar ytra á undrakryddinu og áhrifum þess á verki og bólgur, niðurstaðan sýnir að inntaka á kryddinu hefur borið mjög góðan árangur.

 

 

Túrmerik

Er gult krydd sem almennt er notað í Indverskt karrý. Rannsóknir hafa sýnt fram á að kryddið er mun áhrifaríkara á bólgur en t.d. lyf sem innihalda stera. Kryddið hefur svipuð áhrif á sársauka og COX-1 og COX-2, án aukaverkana. 

 

 

Lax, silungur og lýsi

Mikið er til af feitu fiskmeti sem innihalda verðmætar olíur sem líkaminn þarfnast. Eins og villtur lax, silungur og makríll. Ómega-3 dregur úr bólgum og verkjum. Samkvæmt Dr. A. D. Steinberg sem er sérfræðingur í liðagigt, þá er lýsi bólgueyðandi lyf. Lýsið virkar beint á ónæmiskerfið. Lýsi og feitur fiskur mun vera einkar áhrifaríkur á bólgur, verki og liðagigt.

 

 

Hörfræ og hörolía

Fersk hörfræ og -olía sem er kaldpressuð inniheldur mikið magn af fitusýrum eða ómega-3. Ekki elda upp úr hörfræ-olíu því það mun hafa öfug áhrif, þ.e. getur valdið verkjum í líkamanum.

 

 

Valhnetur og valhnetuolía

Ferskar valhnetur og valhnetuolía innihalda einnig hinar öflugu ómega-3 sýrur, en þær vinna einmitt gegn verkjum í líkamanum, séu þær borðaðar, eða teknar inn sem olía.

 

Að lokum; þegar kemur að verkjum, prófaðu að betrumbæta mataræðið. Matur mun vera besta lyfið.

heida@spegill.is

Við erum á Facebook - fylgstu með!