Þú þarft aðeins egg - virkar einsog botox!


Allar viljum við vera með slétta og fallega húð. Að setja á sig maska reglulega getur hjálpað til við að halda henni fallegri. En hvaða maska á að nota?
Þú átt líklega til allt í góðan maska í eldhúsinu hjá þér. Hér er uppskrift að einum góðum sem nærir vel og húðin verður silkimjúk á eftir.
 
1 egg ...já bara eitt egg!
 
Þú byrjar á að skilja rauðuna frá hvítunni. Best er að eggið sé ekki ískalt úr ísskápnum. Leyfðu því að standa kannski einn til tvo klukkutíma í stofuhita áður en farið er af stað.
 
Berðu rauðuna á andlitið fyrst og ekki gleyma hálsinum, hann þarf næringu líka. Hafðu maskann á í 15-20 mínútur. Mundu að slaka vel á og njóta, settu jafnvel róandi tónlist á.
 
Þegar rauðan hefur storknað vel þá skaltu þrífa hana af með vatni og þvottapoka.
 
Svo kemur strekkjarinn eða hvítan. Berðu hana á, alveg eins og rauðuna og taktu slökun aftur í 15-20 mínútur. Þvoðu hana svo af eins og rauðuna.
 
Húðin verður silkimjúk og sléttari og strekktari.
 
Í alvöru...prófaðu!
 
...og njóttu.