Má bjóða þér egg og baconmúffur í tilefni dagsins?


Egg og bacon er ekki það sama og egg og bacon. Höfum það alveg á hreinu. Snilldina hér að neðan,  get ég ábyrgst persónulega. Þetta er alveg svaka gott og ekki er verra hvað þessi snilld lítur vel út á diski.
 
Við þurfum; egg, brauð, ost, bacon (eða skinku), salt og pipar, bráðið smjör, muffins-mót og smá olíu (eða bökunarsprey) til að setja í botninn á mótinu. Og já, kökukeflið.  
s
Þú tekur brauðsneiðarnar (magn háð fjölda munna, að sjálfsögðu) og fletur þær út með kökukefli. Smyrð botninn á muffinsmótinu og þrýstir sneiðunum vel ofan í "bollana". 
 
Svo byrjum við að raða ofan í mótið. Öllu heldur ofan í brauðsneiðina sem nú er komin í hlutverk einskonar skálar.
 
Fyrst setjum við baconið (sem áður hefur verið steikt að smekk) eða skinkuna. Mjög gott líka.
 
Því næst ostur og loks eitt egg i hvert hólf ofan á allt saman. Salt og pipar að smekk. Og ykkur að segja skellti ég fetaost yfir þegar aðeins voru um tvær mínútur eftir. Hef líka prófað gráðost og venjulegan ost. 
 
Bakist í 14-18 mínútur. Örlítið lengur ef þið viljið síður að rauðan leki úr egginu...eða skálinni. 
 
Hér er svo myndband fyrir algjöra idiota :)
 
 
 
Verði ykkur að góðu.