Hvað segir uppáhaldsliturinn þinn um þig?


Allt frá fæðingu erum við skilgreind með litum. Stelpur klæðast yfirleitt bleiku á meðan strákar eru settir í blátt. Hvað sem því líður þá skipa litir stóran sess í lífi okkar.
 
Hver er þinn uppáhaldslitur?
Þetta hefur þinn uppáhaldslitur að segja um þinn persónuleika:
 
Fjólublár: 
Þú ert friðsöm og andlega þenkjandi manneskja. Getur verið löt/latur, þegar sá gállinn er á þér. Guli liturinn ætti að bæta þig upp. 
 
Svartur:
Þú býrð yfir miklu innsæi í samskiptum, ert var/vör um þig og íhugul/l. Þú átt það til að vera heldur dul/ur. Gylltur litur ætti að vega upp á móti því.
 
Bleikur:
Þú ert skynsöm/samur og vel gerð manneskja. Stundum gefur þú eftir. Græni liturinn sem mótvægi ætti að hafa sitt að segja þar.
 
Gullitur:
Þú ert einstaklega mikið ljúfmenni. Alltaf brosandi og sérstaklega þolinmóð/móður. Svarti liturinn ætti að "tóna" þig aðeins niður. 
 
Silfur;
Þú ert einstaklega andlega þenkjandi. Víðsýn/n og dregur þig úr fjöldanum. Þú getur verið óþolinmóð/ur, jafnvel sjálfselsk/ur. Hvítur litur ætti að laga það.
 
Hvítur:
Þú ert afskaplega greind og klár manneskja. Einnig velviljuð öllum. Þú ert stundum hálfgerð kjaftaskjóða og ætti silfurliturinn að hjálpa til. 
 
Rauður:
Þú ert hrikalega orkumikil/l og getur í reynd verið agalega erfitt að eiga við þig, en þú ert gjörn/garn á að ráðskast með aðra. Hleyptu bláum lit inn í líf þitt og reyndu að slaka aðeins á. 
 
Blár:
Þig dreymir um að vera skapandi en það vantar svolítið upp á sjálfstraustið, Til að laga það, notaðu appelsínugulan.
 
Appelsínugulur;
Þú ert skapmikill en afar sjálfsöruggur. Allt að því fráhrindandi á stundum. Blái liturinn veitir gott mótvægi. 
 
Túrkísblár;
Þú ert einstaklega bjartsýn, vingjarnleg og kurteis manneskja. Heldur óákveðin/n oft. Til að laga það er rauður litur bestur.
 
Gulur;
Þú ert félagslyndur og hæfileikaríkur. Stundum heldur barnaleg/ur og ráðrík/ur. Fjólublái liturinn kemur sterkur inn á móti.
 
Grænn:
Þú ert í afar góðu andlegu jafnvægi. Stundum áttu það þó til að vera örlítið feimin/n. Prófaðu að skipta græna litnum út fyrir bleikan.
 
 
Hvaða lit á að klæðast til að kalla fram eftirfarandi:
 
Gulur litur kallar alltaf fram gleði og hlýjar tilfinningar.
 
Rauður er litur sem laðar að sér virðingu og aðdáun. Mikill gæfulitur. Mun þykja sérlega heppilegur yfir vetrartímann.
 
Grænn litur kallar fram friðsemd og ró.
 
Blár er græðandi litur sem endurspeglar hugarró og kærleik. Himnesk blessun er sögð fylgja þessum lit.
 
Svartur litur mun vera tákn um peninga og virðingu. Frábær litur sértu í leit að auknum starfsframa, sérstaklega gott að silfur notað með.
 
Hvítur litur er tákn um sjálfsöryggi. Best er að blanda hvíta litinn með gulli eða silfri. Hvítur litur táknar hreinleika en jafnframt stundum sorg.
 
Fjólublár er litur sem sagður er búa yfir lækningarmætti, bæði á andlega kvilla sem og líkamlega. Sagður vera litur andlegra hæfileika.