Bréf frá eiginmanni til konu -og svar hennar!


 

Letter From The Husband Leaving His Wife And Her Reply

 

Alveg hreint óborganlegur lestur hjóna. 3 mín. lestur.

 

  

Kæra eiginkona,

 

ég skrifa bréf þetta, til að láta þig vita að ég er farinn. Ég hef verið þér góður eiginmaður sl. 7 ár. Síðustu 2 vikur hafa verið hreint helvíti. Yfirmaðurinn hringdi hér í dag og sagði þig hafa sagt upp starfi þínu, og það var síðasta stráið.

 

Í síðustu viku komstu heim og tókst ekki einu sinni eftir því að ég var komin með nýja klippingu og hafði eldað uppáhalds matinn þinn, í glænýjum silkinærbuxum.

 

Þú borðaðir á tveimur mínútum og fórst strax að sofa eftir sjónvarpsgláp. Þú segir aldrei að þú elskir mig, þú vilt ekki kynlíf eða neitt það sem tengir okkur saman sem hjón. Hvort sem þú ert að halda fram hjá mér eða ekki, þá elskar þú mig ekki. Ég er farinn.  

 

Þinn fyrrverandi eiginmaður

 

P.s. ekki reyna að finna mig. Ég og systir þín ætlum að flytja til West Virginia. Megir þú eiga gott líf!


 

Kæri fyrrverandi eiginmaður,
 

Ekkert í dag hefur glatt mig meira en að fá bréfið frá þér.

 

Það er rétt, við höfum verið gift í 7 ár, því fer fjarri að þú hafir verið góður eiginmaður.

 

Ég horfi á sjónvarpið til að forðast að hlusta á þig, vælið, tuðið og kvartið. Því miður virkaði það ekki.

 

Ég tók eftir því í síðustu viku að þú hafðir farið í klippingu, það fyrsa sem mér datt í hug var; -Úff, hann lítur út einsog kerling, þannig að ég þagði og sagði ekkert.

 

Þegar þú eldaðir uppáhaldsmatinn minn, hlýtur þú að hafa ruglast á mér og systur minni. Ég hef ekki borðað svínakjöt í 7 ár.

 

Ég snéri mér frá þér, þegar ég sá silkninærbuxurnar vegna þess að verðmiði upp á heilar $49.99 hékk ennþá á þeim, einnig gat ekki varist þeirri tilhugsun að ég hafði lánað systur minni $50 þennan sama morgunn.

 

Því þrátt fyrir allt þetta, þá elskaði ég þig enn og hélt að við gætum unnið í málum okkar.

 

Þegar ég vann 10 milljón dollara, hætti ég í vinnunni og keypti handa okkur 2 miða til Jamica, þegar ég kom heim varstu farinn.

 

Allt gerist að ástæðu, sagði einhver. Ég vona að þú lifir því fullkomna lífi sem þig hefur alltaf dreymt um.

Lögfræðingurinn minn sagði að bréfið sem þú sendir mér, tryggir að þú fáir ekki krónu frá mér.

 

Farðu vel þig.

 

Þín fyrrverandi eiginkona, “Rich As Hell & Free”!

P.S. Ég veit ekki hvort ég var búin að segja þér að Carla systir, fæddist sem Carl. 

 

Ég vona að það verði ekki vandamál

 

Þýtt og fært í stílinn

 

Fylgstu með okkur á Facebook