Ræktaðu félagstengslin og þér mun þér heilsast betur!


Vissir þú að næst á eftir háum aldri er einmanaleiki stærsti áhættuþáttur í dauða manneskju?
 
Það eru fimm sinnum meiri líkur á því að deyja of snemma ef maður býr við léleg félagstengsl, en ef maður á marga góða vini og félaga. Að eiga maka mun vera góður kostur, nema auðvitað hann/hún sé gjörsamlega taktlaus, m.ö.o. vonlaust case. Þá er bara að skipta út, og finna sér nýjan! Pís off keik! 
 
Alkahól, matarvenjur, reykingar og hreyfingarleysi hefur að sjálfsögðu áhrif á heilsufar manna. 
 
Niðurstöður fjölmargra rannsókna benda þó til þess að það skipti ennþá meira máli fyrir góða heilsu að búa með annarri mannesku, að eiga trúnaðarvin eða eiga stuðningsaðila í félagstengslaneti sínu og að tengslin séu virk á milli þátta í félagstengslaneti persónunnar.
 
Að búa í lélegu félagstengslaneti þýðir að grundvallarþörfum fyrir öryggi, kærleika, staðfestingu og sjálfsmat er ekki fullnægt. En gott er að hafa í huga hér, að það er verið að tala um jákvæð, heilbrigð samskipti og uppbyggileg.
 
Góð félagstengsl veita þér tilfinningalega stoð, upplýsingar og aðstoð ef þarf. Og munu giftar persónur fara fyrr til læknis en ógiftar (Goodwin 1987).
 
Félagstengslanetið ákveður lífsstíl manneskjunnar. Lífsvenjur eins og hreyfing, reykingar og alkahólneysla mótast af félagstengslamenningunni sem þú tengist.
 
Ræktaðu félagstengslin þín þá mun þér heilsast betur!
 
 
Eðlilegt félagstengslakort:
 
22-25 manneskjur - Hversu margir standa þér nærri?
 
Að eiga regluleg samskipti við þessar manneskjur - Áttu í reglulegum og góðum samskiptum við þessa aðila? Eru þau samskipti jákvæð?
 
Ef þú ert í ástarsambandi: -Ertu í tilfinningalegu sambandi?  Eru samskiptin gagnkvæm? Tilfinningar endurgoldnar?
 
Óheilbrigt félagstengsl:
 
15 manneskjur eða færri - 
 
Eru aðrar manneskjur sem standa þér nærri með langvinn vandamál? Áttu fáa ættingja, vini, eða kunningja? 
 
Þetta er vert að skoða og íhuga hverjir standa þér nærri. 
 
 

 

Heimild: Johan Klefbeck og Terje Ogden: Nettverk og ökölogi (1995)