Reiðin býr í lifrinni - losaðu þig við hana!


Reiði er baneitraður andskoti. Langvinn og óeðlileg reiði getur valdið allskyns líkamlegum óþægindum og jafnvel drepið þig.
 
Stundum er sagt að reiðin búi í lifrinni, en þar safnast skíturinn fyrir og eiturefnin. Er komin tími á hreinsun hjá þér? 
 
Spurning að vera þakklát fyrir þessi "híbýlí", sem halda utan um sálina þína og næra þau vel bæði líkamlega og andlega? Huga að mataræðinu og reglulegri hreyfingu.
 
Óheilbrigð getur hún valdið allskyns óþægindum og sjúkdómum eins og gigtarverkjum, bakverkjum, útbrotum á húð, þurri húð, hárlosi,  þunglyndi, svefnleysi.
 
Á endanum geta lifraskemmdir valdið krabbameini, hjartaáfalli,  eða kransæðastíflu svo fátt eitt sé nefnt. 
 
Ég á það til að taka góðan hreinsunarskrúbb á lifrina þegar ég er farin að finna fyrir sleni eða óþægindum einhverjum svo sem eins og verkjum í ristli, vöðvum og þess háttar. Ósköp einfalt ráð sem svínvirkar fyrir mig.
 
Ég tek minnst vikukúr, best er að hafa þetta í morgunrútínunni. Það fyrsta sem ég geri þegar ég vakna er að fá mér tvö stór glös af volgu vatni með ferskri sítrónu (hef tilbúið að morgni frá kvöldinu áður). Stundum bæti ég við hunangi, en það er engin þörf á því.
 
Sítrónan ein og sér hefur góð og hreinsandi áhrif á lifrina. Síðan fæ ég mér næringaríkt morgunbúst í allskyns litbrigðum á eftir og fylli þannig kroppinn af næringu áður en ég held út í daginn. Sleppi ég góðu morgunbústi, er ég handónýt allan daginn.  
 
Ég hef hreinsað "kerfið"  með þessum einfalda hætti, reglulega síðan 2009 með undraverðum árangri.  Yfir daginn drekk ég engiferdrykk, sem ég bý til sjálf. Og þar sem ég nenni ómögulega að flækjufótast, er engiferdrykkurinn minn einnig afar einfaldur (og ódýr):
 
1 1/2 l. af vatni í pott, góða og pattaralega engiferrót og eina ferska sítrónu. Læt suðuna koma upp og slekk undir. Læt blönduna standa yfir nótt. Sigta frá gumsið og set á brúsa... drekk yfir daginn, volgt.   
 
Það er ekki nóg að hugsa um líkamann, ekki gleyma hversu magnaður hugurinn er. Vertu jákvæð/ur, þú kemst hvort sem er ekkert lifandi frá "þessu".
 
Hugsanir þínar verða að veruleika. Staðreynd. Elskaðu kroppinn þinn, dásamaðu hann og lofaðu.  Splæstu endilega í það minnsta í vikudekur með þessum hætti.
 
Sérð ekki eftir því. 
 
 
heida@spegill.is