Ritgerð um stöðu kvenna fyrir hundrað árum - stórskemmtilegt!


Þessi skemmtilega saga birtist víðsvegar á Facebook fyrir nokkru, við stóðumst ekki mátið, enda bráðskemmtileg lesning!
 
Fyrir hundrað árum var lukkan ekki neinn dans á rósum og þegar konur söfnuðust til ára sinna voru þær frá upphafi út úr sér gengnar. Þá var líferni fólks ekki eins vel á sig komið og núna því að heilsan var ekki með besta móti, af því að þá voru engin meðul til nema svona grasmeti og lýsi – ógeðslega vont.
 
Í þá daga voru konur alls ekki ýkja fallegar en það mátti venjast þeim af því að þær voru alltaf svo góðar í skapsburðunum. Þessar gömlu konur, sem voru náttúrulega ungar þá, langt fyrir aldur fram, voru með slæður yfir hárið en nú eru þær utan um hálsinn.
 
Flestar konur áttu bara eitt einasta lamb í eigu sinni og það gefur nú nærri að líta að eitt lamb hefur ekki mikinn arð í för með sér enda hafði klæðaburðurinn ekki upp á marga fiska að bjóða.
 
Konurnar voru alveg brúnar í framan en samt voru þær ekki sólbrúnar frá Spáni heldur bara svona ógeðslega ýkt drullugar eftir reykinn í eldhúsinu og kúaskítinn í kindakofunum.
 
Útlit þeirra stakk mikið í stúf til þess að þær hefðu gert margt um æfina og það má ekki orða bindast um það að þær voru nauðsynleg vinnuöfl á hverju heimili og rosalegir vinnuhjarkar og þess vegna voru hversdagdagarnir meiriháttar líkir frá degi til dags hjá þeim.
 
Um síðustu aldamót voru konur mikið notaðar bæði utan bæjar sem innan bæjar og grunar mér að kvenmaðurinn hafi verið jafn mikið notaður og karlmaðurinn, nema síður sé. Þær unnu svo sannarlega fyrir hverjum túnskildingi.
 
Í þá daga réðu karlarnir öllu steini léttara en konurnar bjuggu við kröpp kjör og urðu að gera allt sem mennirnir sögðu þeim, ná í vatn, því í þá daga kom vatnið ekki úr krönunum heldur ofan úr fjalli og fólk þurfti að klöngrast yfir holt og fyrnindi til að sækja hlutina og konurnar voru í eilífum vatnsútburði því á þessum tíma voru kranar ekki notaðir í sveitinni og ekki einu sinni klósett og svo þurftu þær líka að elda á glóðum með pottinn hangandi í mjóu bandi, klæða karlana úr táfýlusokkunum og skrúbba á þeim bakið með trjágrein ef þeim datt í hug að þvo sér fyrir jólin.
 
 
Og þær eignuðust svo mörg börn þessar konur að guð hefur ábyggilega snúið sér við í gröfinni því það leið svo ótrúlega stutt á milli vegna þess að húsbóndarnir létu þær ekki bara vinna almennileg heimilisstörf heldur þurftu þær líka að vera rekkjunautur fyrir þá þegar þeim langaði að gera það, meira að segja úti á túni og uppi í heiði og í fjósinu voru þær í jötu lagðar lágt næstum eins og í jólasálminum og svo urðu þær náttúrulega vanhafandi þessar konur og það vita nú allir hvernig það endar þegar maður verður vanhafandi.
 
Það væri sannarlega betra fyrir konurnar að lifa á okkar tímum því nú hefur allt batnað til betri vegar og svo fæst miklu meira í búðunum. Kannski gætu þær keypt sér hlutabréf.
 
Mér finnst líklegt að konur hafi verið lamdar á þessum árum að minnsta kosti í þokkabót við ýmislegt.
 
Meðan húsfreyjurnar voru ungar en þær urðu svo auðvitað gamlar á öllum aldri með tímanum, voru karlarnir svo sem nógu glettilegir við þær, og þó að hjón væru ekkert ofboðslega rík gátu þau haft nóg sér til munns að bera og þess vegna var stundum brosað í landsins önn.
 
Varla hafa konur haft nein áhugamál með svona endalausri vinnu, en kannski hefur þeim fundist gaman að prjóna, en ég get nú ekki ímyndað mér að það geti verið skemmtilegt til lengdar að prjóna þótt þær hafi kannski heklað líka og spilað og brodderað og lesið eitthvað og spáð í bolla.
 
 
 
Konur um aldamótin 1900 voru ekki kvenréttingakonur en þeim þótti gaman að fara á hestbak og það má með sanni segja að hestar hafi verið þeirra ær og kýr.
 
Jahh, það liggur við að við konurnar getum nú bara þakkað fyrir að vera komnar niður úr trjánum á þessum tíma eða kannski hefði bara verið betra að vera þar heldur en að þurfa að klæða karlana úr táfýlusokkunum þar sem lukkan var engin dans á rósum...
 
Fylgstu með okkur á Facebook!