Pökkum inn jólagjöfunum á frumlegan hátt


Það fer að hrúgast upp smám saman á heimilum landsmanna; það sem á að fara undir tréð um jól. Það er alveg spurning um að drífa sig að pakka öllu dótinu inn...svona svo að forvitinn nef fari ekki á flandur. Hér eru nokkrar skemmtilegar hugmyndir. Pakkarnir undir trénu eru jólaskraut líka og fyrir suma aðalmálið, það skiljum við vel. Gerum þá sæta og flotta.